Bílgreinasambandið spáir 15% söluaukningu á árinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 16:45 Spá 15% söluaukningu. mynd / pjetur Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu var um að ræða tæplega 8% samdrátt frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endurreikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu var um að ræða tæplega 8% samdrátt frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endurreikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira