Toyota seldi flesta bíla Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 16:22 Toyota seldi flesta bíla árið 2013 á Íslandi. Á nýliðnu ári seldust tæplega 7.300 nýir fólksbílar á Íslandi og flestir þeirra af gerðinni Toyota líkt og á undanförnum árum. Eins og á síðustu árum var vænn hluti þeirra seldir til bílaleiga, þ.e. um 41% þeirra eða tæplega 3.000 bílar. Í heildina seldust 1.137 Toyota bílar, en Volkswagen kom þar á eftir með 888 bíla, Skoda 757 bíla og Kia 613 bíla. Fimmta söluhæsta bílamerkið var Chevrolet með 667 bíla og jókst hlutdeild Chevrolet úr 5,8% í 8,4% á milli ára og er hástökkvari ársins. Mjög misjafnt er hversu hátt hlutfall seldra bíla er til almennings annarsvegar og bílaleiga hinsvegar. Toyota seldi flesta bíla til almennings, eða 657. Næst flestir bílar seldir almenningi voru af Volkswagen-gerð eða 494 og í þriðja sæti Chevrolet með 359 bíla. Fjórða söluhæst var Kia með 344 bíla og fimmta Skoda með 336 bíla. Suzuki merkið hefur nokkra sérstöðu og er vinsælt merki hjá bílaleigum. Suzuki var fjórða söluhæsta bílamerkið til bílaleiga með 374 selda bíla, en á móti kemur að 112 bílar af Suzuki gerð seldust til almennings. Samtals er Suzuki í sjötta sæti allra bílamerkja með 486 selda bíla. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent
Á nýliðnu ári seldust tæplega 7.300 nýir fólksbílar á Íslandi og flestir þeirra af gerðinni Toyota líkt og á undanförnum árum. Eins og á síðustu árum var vænn hluti þeirra seldir til bílaleiga, þ.e. um 41% þeirra eða tæplega 3.000 bílar. Í heildina seldust 1.137 Toyota bílar, en Volkswagen kom þar á eftir með 888 bíla, Skoda 757 bíla og Kia 613 bíla. Fimmta söluhæsta bílamerkið var Chevrolet með 667 bíla og jókst hlutdeild Chevrolet úr 5,8% í 8,4% á milli ára og er hástökkvari ársins. Mjög misjafnt er hversu hátt hlutfall seldra bíla er til almennings annarsvegar og bílaleiga hinsvegar. Toyota seldi flesta bíla til almennings, eða 657. Næst flestir bílar seldir almenningi voru af Volkswagen-gerð eða 494 og í þriðja sæti Chevrolet með 359 bíla. Fjórða söluhæst var Kia með 344 bíla og fimmta Skoda með 336 bíla. Suzuki merkið hefur nokkra sérstöðu og er vinsælt merki hjá bílaleigum. Suzuki var fjórða söluhæsta bílamerkið til bílaleiga með 374 selda bíla, en á móti kemur að 112 bílar af Suzuki gerð seldust til almennings. Samtals er Suzuki í sjötta sæti allra bílamerkja með 486 selda bíla.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent