Viðskipti innlent

Aflaverðmæti HB Granda dróst saman um milljarð

Jóhannes Stefánsson skrifar
Fjöldi fólks starfar við sjávarútveg á Íslandi.
Fjöldi fólks starfar við sjávarútveg á Íslandi. Mynd/Stefán
Heildarafli skipa HB Granda dróst saman um 5,5% og aflaverðmætið um milljarð á milli áranna 2012 og 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Árið 2012 var aflinn 199 þúsund tonn en hann var 188 þúsund tonn í fyrra. Þá var aflaverðmætið 16,7 milljarðar í fyrra miðað við 17,7 milljarða árið 2012.

Aflasamdráttinn má helst rekja til dræmrar síldarveiði í lok árs, auk þess sem skipinu Venusi HF var lagt um mitt ár og Maríu AK þurfti að senda til Póllands til að láta breyta því í ísfiskitogara.

Um aflahæstu togarana segir í tilkynningunni:

Aflahæst uppsjávarskipanna var Ingunn AK með rúmlega 47.100 tonna ársafla og aflaverðmæti upp á tæpar 1.769 milljónir króna.

Af frystitogurunum var Örfirisey RE aflahæsta skipið með 9.525 tonn og einnig með mesta aflaverðmætið, tæplega 2.271 milljón króna.

Ásbjörn RE var aflahæstur ísfisktogaranna með 6.390 tonna afla en Sturlaugur H. Böðvarsson AK skilaði mestu aflaverðmæti, tæplega 1.129 milljónum króna.

Tilkynninuna í heild sinni má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×