Viðskipti innlent

Sprengja þrettándasprengjur inni í fjalli

Haraldur Guðmundsson skrifar
Vaðlaheiðargöng hafa lengst um 55 metra á viku að meðaltali en mestu afköstin voru 83 metrar.
Vaðlaheiðargöng hafa lengst um 55 metra á viku að meðaltali en mestu afköstin voru 83 metrar. Mynd/Auðunn Níelsson.
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði og Norðfjarðargöng við Eskifjörð hófust að nýju í dag eftir jólafrí. Þetta kemur meðal annars fram á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga hf. 

„Vinna hafinn að nýju eftir jólafrí, væntanlega mun verktakinn sprengja sínar þrettándasprengjur inn í fjalli," segir á síðunni. 

Um sex mánuðir eru síðan sprengingar hófust í Eyjafirði og göngin eru nú 1.371 metri að lengd. 40 manns starfa við gangagröft Eyjafjarðarmegin. 

Norðfjarðargöng eru 308 metra löng en fyrsta formlega sprenging þeirra fór fram um miðjan nóvember á síðasta ári.

Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi milli jóla og nýárs kom meðal annars fram að verktakar í landshlutunum tveimur sprengdu samtals 1.679 metra á síðasta ári.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×