Innlent

Kraftaverk að ferðamaðurinn hafi ekki slasast

Jóhannes Stefánsson skrifar
Tékkneskur ferðamaður féll niður í djúpa sprungu fyrir ofan Öxarárfoss við Þingvallavatn á þriðja tímanum í dag. Hann var á göngu ásamt bróður sínum.

„Þeir voru tveir hér á ferð og fara svo út af stíg. Svo ganga þeir um hraunið og stíga á snjó í sprungu," segir Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum.

„Þetta er nú svona svolítið fyrirsjáanleg hætta," bætir hann við.

„Hann húrrar hérna niður í gegnum snjóskelina sem er í sprungunni og er á sex til átta metra dýpi. Í rauninni er bara gott að þetta fór vel og það urðu ekki slys á fólki," segir Einar að lokum.

Maðurinn var eðlilega feginn þegar hann kom upp úr sprungunni en hann gaf þó ekki færi á viðtali. Hann hafði þó orð á því að það hafi verið ótrúleg tilfinning að líta upp í himininn neðan úr sprungunni og finna að hann væri algerlega ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×