Körfubolti

Kjartan Atli hættur hjá Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Atli, lengst til vinstri, í sínum síðasta heimaleik með Stjörnunni - gegn KFÍ þann 9. desember.
Kjartan Atli, lengst til vinstri, í sínum síðasta heimaleik með Stjörnunni - gegn KFÍ þann 9. desember. Mynd/Valli

„Ég hef ákveðið að hætta að leika með meistaraflokki Stjörnunnar,“ sagði körfuboltamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtali sem birtist á heimasíðu Stjörnunnar.

Kjartan Atli, sem er 29 ára gamall, hefur spilað með Stjörnunni lengst af á ferlinum en hefur einnig verið á mála hjá FSu, Hamri og Haukum.

Meðfylgjandi viðtal var birt á heimasíðu Stjörnunnar en hann var einnig gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti NBA Íslands þar sem hann fór ítarlega yfir ferilinn og uppgang körfuboltans í Garðabæ.

Kjartan Atli ætlar nú að einbeita sér að þjálfun en hann hefur starfað með yngri flokkum Stjörnunnar undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.