Uber bannað í Taílandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 11:45 Þjónusta Uber er margvísleg en hægt er að panta far með venjulegum bíl og lúxusbílum. Vísir / Getty Images Leigubílaþjónustan Uber hefur nú verið bönnuð í Taílandi. Samgönguyfirvöld í landinu segja að ökumenn fyrirtækisins hafi ekki leyfi til að keyra í atvinnuskini og greiðsluleiðin sem notuð er hjá Uber sé ekki í samræmi við reglugerðir sem gilda í landinu, samkvæmt Reuters. Vísir sagði frá því í gær að stjórnvöld í Nýju Delí á Indlandi hefðu tekið samskonar ákvörðun eftir að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var kærður fyrir að nauðga kvenkyns farþega. Bannið þar í landi nær til allra leigubílaþjónusta sem starfa eins og Uber, í gegnum netið, án sérstakrar skráningar hjá yfirvöldum.Greint var frá því í gær að Uber væri að undirbúa að hefja starfsemi hér á landi. Fyrirtækið er nú þegar með starfsemi í 51 landi í heiminum, þar á meðal á Norðurlöndunum. Starfsemi Uber er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Uber bíður upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Tengdar fréttir Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leigubílaþjónustan Uber hefur nú verið bönnuð í Taílandi. Samgönguyfirvöld í landinu segja að ökumenn fyrirtækisins hafi ekki leyfi til að keyra í atvinnuskini og greiðsluleiðin sem notuð er hjá Uber sé ekki í samræmi við reglugerðir sem gilda í landinu, samkvæmt Reuters. Vísir sagði frá því í gær að stjórnvöld í Nýju Delí á Indlandi hefðu tekið samskonar ákvörðun eftir að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var kærður fyrir að nauðga kvenkyns farþega. Bannið þar í landi nær til allra leigubílaþjónusta sem starfa eins og Uber, í gegnum netið, án sérstakrar skráningar hjá yfirvöldum.Greint var frá því í gær að Uber væri að undirbúa að hefja starfsemi hér á landi. Fyrirtækið er nú þegar með starfsemi í 51 landi í heiminum, þar á meðal á Norðurlöndunum. Starfsemi Uber er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Uber bíður upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum.
Tengdar fréttir Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06