Hvert viljum við stefna? Þorvaldur Már Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2014 16:42 Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun