Innlent

Loðnuvertíðin að hefjast

MYND/HB GRANDI
Nokkur stór fjölveiðiskip bíða nú í höfnum norðanlands eftir að veður lægi, en þá ætla þau að halda út til loðnuveiða.

Nokkur skip fundu mikið af loðnu norðaustur af Kolbeinsey fyrir nokkrum dögum, en veður kom í veg fyrir að þau gætu veitt og vegna slæmrar veðurspár héldu þau til hafna til að bíða af sér veðrið.

Það fer nú skánandi og halda fyrstu skipin væntanlega til veiða í dag og þar með hefst loðnuvertíðin í ár. Þá eru tvö skip komin til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni, en ekki hafa borist fréttir af aflabröðgum þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×