Sjávarútvegsfyrirtæki ein af burðarstoðum stjórnmálaflokka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2014 07:00 9,3 milljónir af 32 milljóna styrkjum frá fyrirtækjum til stjórnmálaflokka komu frá aðilum í sjávarútvegi. Tölurnar byggja á gögnum frá Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð en ekki er búið að birta ársreikninga annarra flokka á þingi. Vísir / Samsett mynd Þriðjungur af öllum styrkjum lögaðila til Sjálfstæðisflokksins komu frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Upphæð styrkjanna nam 7,9 milljónum króna. Alls fékk flokkurinn 24 milljónir króna í styrki frá lögaðilum. Fyrirtæki í fjármálatengdri starfsemi, svo sem bankar og tryggingafélög, styrktu flokkinn um tæpar fjórar milljónir króna, sem svarar til 16 prósenta af öllum styrkjum lögaðila til flokksins.Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fékk umtalsverða fjármuni frá fyrirtækjum á síðasta ári.Þetta kemur fram í gögnum sem Ríkisendurskoðun hefur birt um fjármál flokkanna tveggja. Von er á upplýsingum um Framsóknarflokk og Vinstri græna á næstunni. Unnið er að yfirferð á ársreikningum Framsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Vinstri grænir höfðu ekki skilað reikningi á föstudag. Áberandi á öðrum listum Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru burðarstoðin í rekstri flokksins. Fyrirtæki í þessum rekstri eru áberandi hjá öðrum flokkum líka en til samanburðar fékk Samfylkingin 32 prósent af sínum styrkjum þeim. Upphæðirnar sem um ræðir eru líka mun lægri. Þannig styrktu sjávarútvegsfyrirtæki Samfylkinguna um 900 þúsund krónur en Sjálfstæðisflokkinn um áðurnefndar 7,9 milljónir. Smásölufyrirtæki, til að mynda matvörubúðir og bensínstöðvar, eru einnig áberandi á listanum. Fyrirtæki í þeim flokki styrktu Samfylkinguna um 1,3 milljónir króna, sem er 23 prósent styrkja sem flokkurinn fékk frá lögaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2,7 milljónir frá smásölufyrirtækjum en það er um 11 prósent af styrkjum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum.Sama mynstur og hjá Sjálfstæðisflokknum sést þegar styrkir til Samfylkingarinnar eru skoðaðir. Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru fyrirferðamest. Árni Páll Árnason er formaður flokksins.Tugmilljóna leigutekjur Þrátt fyrir tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum til flokkanna skipta ríkisstyrkir þá líklega mestu máli. Samfylkingin fékk tæpar hundrað milljónir króna í styrki frá ríkinu á síðasta ári og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 85 milljónir króna. Þess fyrir utan hafa flokkarnir ýmsa aðra tekjumöguleika, til að mynda leigu á fasteignum og auglýsingasölu í fréttabréfum. Slík starfsemi skilaði Sjálfstæðisflokknum tæpar 84 milljónir króna á síðasta ári. Þar af námu leigutekjur flokksins og aðildarfélaga 43,6 milljónum króna. Þetta er mun meira en hjá Samfylkingunni sem hafði 8,8 milljónir króna tekjur af öðru en styrkjum.Fáir styrkir til Bjartrar framtíðar Fjárhagsupplýsingar Bjartrar framtíðar liggja líka einnig fyrir en styrkir til flokksins frá fyrirtækjum námu í heild 2,3 milljónum króna. Þeir komu frá tuttugu mismunandi fyrirtækjum. Til samanburðar styrktu 38 sjávarútvegsfyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn og 19 fyrirtæki í fjármálastarfsemi. Sé horft á hlutfall styrkja hjá Bjartri framtíð kemur kunnuglegt mynstur í ljós. Mestu peningarnir koma frá fyrirtækjum í fjármálastarfsemi, smásölu og sjávarútvegi, eða 77 prósent styrkjanna. Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári Fær hundrað milljónir í ríkisstyrki. Kjörnir fulltrúar fyrirferðamestir á lista yfir styrkveitingar einstaklinga. 3. október 2014 13:25 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári Rekstur flokksins kostaði 317 milljónir en tekjur námu 245 milljónum króna. Tekjurnar eru að stærstum hluta styrkir frá ríki og sveitarfélögum. 3. október 2014 12:22 VG skilaði ekki ársreikningi Frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningi liðinn. 3. október 2014 15:21 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þriðjungur af öllum styrkjum lögaðila til Sjálfstæðisflokksins komu frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Upphæð styrkjanna nam 7,9 milljónum króna. Alls fékk flokkurinn 24 milljónir króna í styrki frá lögaðilum. Fyrirtæki í fjármálatengdri starfsemi, svo sem bankar og tryggingafélög, styrktu flokkinn um tæpar fjórar milljónir króna, sem svarar til 16 prósenta af öllum styrkjum lögaðila til flokksins.Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fékk umtalsverða fjármuni frá fyrirtækjum á síðasta ári.Þetta kemur fram í gögnum sem Ríkisendurskoðun hefur birt um fjármál flokkanna tveggja. Von er á upplýsingum um Framsóknarflokk og Vinstri græna á næstunni. Unnið er að yfirferð á ársreikningum Framsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Vinstri grænir höfðu ekki skilað reikningi á föstudag. Áberandi á öðrum listum Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru burðarstoðin í rekstri flokksins. Fyrirtæki í þessum rekstri eru áberandi hjá öðrum flokkum líka en til samanburðar fékk Samfylkingin 32 prósent af sínum styrkjum þeim. Upphæðirnar sem um ræðir eru líka mun lægri. Þannig styrktu sjávarútvegsfyrirtæki Samfylkinguna um 900 þúsund krónur en Sjálfstæðisflokkinn um áðurnefndar 7,9 milljónir. Smásölufyrirtæki, til að mynda matvörubúðir og bensínstöðvar, eru einnig áberandi á listanum. Fyrirtæki í þeim flokki styrktu Samfylkinguna um 1,3 milljónir króna, sem er 23 prósent styrkja sem flokkurinn fékk frá lögaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2,7 milljónir frá smásölufyrirtækjum en það er um 11 prósent af styrkjum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum.Sama mynstur og hjá Sjálfstæðisflokknum sést þegar styrkir til Samfylkingarinnar eru skoðaðir. Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru fyrirferðamest. Árni Páll Árnason er formaður flokksins.Tugmilljóna leigutekjur Þrátt fyrir tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum til flokkanna skipta ríkisstyrkir þá líklega mestu máli. Samfylkingin fékk tæpar hundrað milljónir króna í styrki frá ríkinu á síðasta ári og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 85 milljónir króna. Þess fyrir utan hafa flokkarnir ýmsa aðra tekjumöguleika, til að mynda leigu á fasteignum og auglýsingasölu í fréttabréfum. Slík starfsemi skilaði Sjálfstæðisflokknum tæpar 84 milljónir króna á síðasta ári. Þar af námu leigutekjur flokksins og aðildarfélaga 43,6 milljónum króna. Þetta er mun meira en hjá Samfylkingunni sem hafði 8,8 milljónir króna tekjur af öðru en styrkjum.Fáir styrkir til Bjartrar framtíðar Fjárhagsupplýsingar Bjartrar framtíðar liggja líka einnig fyrir en styrkir til flokksins frá fyrirtækjum námu í heild 2,3 milljónum króna. Þeir komu frá tuttugu mismunandi fyrirtækjum. Til samanburðar styrktu 38 sjávarútvegsfyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn og 19 fyrirtæki í fjármálastarfsemi. Sé horft á hlutfall styrkja hjá Bjartri framtíð kemur kunnuglegt mynstur í ljós. Mestu peningarnir koma frá fyrirtækjum í fjármálastarfsemi, smásölu og sjávarútvegi, eða 77 prósent styrkjanna.
Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári Fær hundrað milljónir í ríkisstyrki. Kjörnir fulltrúar fyrirferðamestir á lista yfir styrkveitingar einstaklinga. 3. október 2014 13:25 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári Rekstur flokksins kostaði 317 milljónir en tekjur námu 245 milljónum króna. Tekjurnar eru að stærstum hluta styrkir frá ríki og sveitarfélögum. 3. október 2014 12:22 VG skilaði ekki ársreikningi Frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningi liðinn. 3. október 2014 15:21 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári Fær hundrað milljónir í ríkisstyrki. Kjörnir fulltrúar fyrirferðamestir á lista yfir styrkveitingar einstaklinga. 3. október 2014 13:25
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári Rekstur flokksins kostaði 317 milljónir en tekjur námu 245 milljónum króna. Tekjurnar eru að stærstum hluta styrkir frá ríki og sveitarfélögum. 3. október 2014 12:22
VG skilaði ekki ársreikningi Frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningi liðinn. 3. október 2014 15:21