Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - FH 20-19 | Sigurganga Mosfellinga heldur áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson í Íþróttahúsinu að Varmá skrifar 6. október 2014 18:24 Afturelding lagði FH 20-19 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Olís deildar karla í handbolta. FH var 14-12 yfir í hálfleik.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem sjá má í albúminu hér að neðan. FH lék frábærlega í fyrri hálfleik og var mun sterkara liðið þó aðeins hafi munaði tveimur mörkum á liðunum. Afturelding sýndi mikinn styrk að vera ekki meira undir þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fyrstu 30 mínúturnar og í rauninni var sóknarleikur Aftureldingar aldrei góður í leiknum. Vörn Aftureldingar í seinni hálfleik var aftur á móti frábær og Pálmar Pétursson magnaður í markinu fyrir aftan hana. Sóknarleikur FH í seinni hálfleik var ekki boðlegur. Liðið sótti stanslaust inn á miðjuna þar sem vörn Aftureldingar er sterkust og ekki hjálpar til að línumenn FH taki nánast engan þátt í leiknum. Það var í raun aðeins frábær markvarsla Ágústar Elí Björgvinssonar í marki FH sem hélt FH inni í leiknum en hann varði fjölda dauðafæri í seinni hálfleik og var lang besti leikmaður liðsins. Liðsheildin hjá Aftureldingu er mjög sterk en vörnin og Pálmar sáu umfram allt annað til þess að liðið er enn með fullt hús stiga en FH tapaði öðrum leik sínum í röð í deildinni. Afturelding er með 10 stig á toppnum en FH er með 5 stig í fjórða sæti. Einar Andri: Bara rætt um varnarleik í hálfleik„Við erum búnir að byrja mjög vel. Búnir að spila fimm leiki og vinna þá alla og erum búnir að spila að mínu mati nokkuð vel miðað við árstíma,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sem hefur fengið draumabyrjun með nýtt lið eftir að hann hætti með FH eftir síðustu leiktíð. „Þeir skora fimm mörk í seinni hálfleik og ég held að við höfum verið búnir að fá á okkur þrjú eftir einhverjar 25 mínútur. Það var eignilega bara rætt um varnarleik í hálfleik. Hann var langt frá því sem við þekkjum hann. „Pálmar (Pétursson) kom líka frábær í markið. Við getum þakkað honum það. Hann hefur einhvern tímann fengið skot frá þessum strákum á æfingum og eitthvað kannast hann við þetta. Kannski var ekki nógu klókt hjá mér fyrir leik að spá í þetta en Davíð (Svansson) er búinn að vera frábær og fékk að njóta vafans,“ sagði Einar Andri sem hrósaði líka markverðinum unga hjá FH sem hann þekkir svo vel. „Ágúst (Elí Björgvinsson) er frábær markmaður. Mér fannst FH liðið spila frábæran fyrri hálfleik og settu okkur í mikil vandræði. Mér fannst við heppnir að vera bara tveimur undir. Þeir eru með mjög flott lið en varnarleikurinn og markvarslan gerðu það að verkum að við náðum að hanga í þessu og skríða yfir í lokin. „Þetta var mjög sérstakt,“ sagði Einar Andri um tilfinninguna að leika gegn sínum gamla liði. „Ég hafði spilað einn æfingaleik á móti þeim og var búinn að ná úr mér hrollinum en það var skrítið að spila á móti FH áhorfendum og láta þá öskra á sig. FH er frábært félag og er í góðum höndum með frábæra þjálfara og flotta stjórn. „Ég hef fulla trú á þeim en nú er ég að þjálfa annað lið og ég nýt þess alveg í botn. Þetta fer skemmtilega af stað og ég vil hrósa Aftureldingu fyrir frábæra umgjörð í kringum leikina og liðið. Það eru 20 manns mættir klukkan hálf sex til að gera alltog græja. Stemningin er frábær og mætingin. Ég held að þetta sé góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta,“ sagði Einar Andri. Ágúst Elí: Hrein skita í seinni hálfleik„Heil yfir fannst mér þeir komast upp með aðeins meira en við. Jújú, stemningin var með þeim en seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson markvörður FH. „Við fáum á okkur átta mörk í seinni hálfeik en skorum aðeins fimm mörk á sama tíma. Fyrri hálfleikurinn gekk ágætlega en þeir fengu fullt af vítum og þrjú af fjórum fyrstu mörkunum voru úr vítum. „Við skilum ekki nóg af okkur sóknarlega. Þeir eru með gott varnarlið og allt það en ekki svona gott. Þetta var hrein skita í seinni hálfleik. „Mér finnst við bakka of mikið undan þeim og sækja of mikið inn á miðjun þar sem pakkinn er lang stærstur og þéttastur. Við fáum held ég tvö hornafæri í leiknum og það er ekki gott að sækja svona mikið inn á miðjuna gegn svona stóru og stæðilegu liði. Við gerðum of mikið úr þeim,“ sagði Ágúst Elí sem stóð þó fyrir sínu. „Svona er handboltinn. Maður reynir hvað maður getur. Þegar staðan var 20-18 og ein og hálf mínúta eftir var ég ákveðin í að halda mínu og gerði það en við erum sjö leikmenn inn á í liðinu og maður vinnur ekki alla leiki einn síns liðs þó það gerist oft. Það verða allir að standa sig,“ sagði markvörðurinn ungi.Jóhann Gunnar skoraði fimm mörk í kvöld, öll af vítalínunni.Vísir/VilhelmEinar Andri stýrði Aftureldingu til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum.Vísir/VilhelmRagnar skoraði fimm mörk fyrir FH.Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Tengdar fréttir Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15. 6. október 2014 21:36 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. 6. október 2014 18:15 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Afturelding lagði FH 20-19 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Olís deildar karla í handbolta. FH var 14-12 yfir í hálfleik.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem sjá má í albúminu hér að neðan. FH lék frábærlega í fyrri hálfleik og var mun sterkara liðið þó aðeins hafi munaði tveimur mörkum á liðunum. Afturelding sýndi mikinn styrk að vera ekki meira undir þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fyrstu 30 mínúturnar og í rauninni var sóknarleikur Aftureldingar aldrei góður í leiknum. Vörn Aftureldingar í seinni hálfleik var aftur á móti frábær og Pálmar Pétursson magnaður í markinu fyrir aftan hana. Sóknarleikur FH í seinni hálfleik var ekki boðlegur. Liðið sótti stanslaust inn á miðjuna þar sem vörn Aftureldingar er sterkust og ekki hjálpar til að línumenn FH taki nánast engan þátt í leiknum. Það var í raun aðeins frábær markvarsla Ágústar Elí Björgvinssonar í marki FH sem hélt FH inni í leiknum en hann varði fjölda dauðafæri í seinni hálfleik og var lang besti leikmaður liðsins. Liðsheildin hjá Aftureldingu er mjög sterk en vörnin og Pálmar sáu umfram allt annað til þess að liðið er enn með fullt hús stiga en FH tapaði öðrum leik sínum í röð í deildinni. Afturelding er með 10 stig á toppnum en FH er með 5 stig í fjórða sæti. Einar Andri: Bara rætt um varnarleik í hálfleik„Við erum búnir að byrja mjög vel. Búnir að spila fimm leiki og vinna þá alla og erum búnir að spila að mínu mati nokkuð vel miðað við árstíma,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sem hefur fengið draumabyrjun með nýtt lið eftir að hann hætti með FH eftir síðustu leiktíð. „Þeir skora fimm mörk í seinni hálfleik og ég held að við höfum verið búnir að fá á okkur þrjú eftir einhverjar 25 mínútur. Það var eignilega bara rætt um varnarleik í hálfleik. Hann var langt frá því sem við þekkjum hann. „Pálmar (Pétursson) kom líka frábær í markið. Við getum þakkað honum það. Hann hefur einhvern tímann fengið skot frá þessum strákum á æfingum og eitthvað kannast hann við þetta. Kannski var ekki nógu klókt hjá mér fyrir leik að spá í þetta en Davíð (Svansson) er búinn að vera frábær og fékk að njóta vafans,“ sagði Einar Andri sem hrósaði líka markverðinum unga hjá FH sem hann þekkir svo vel. „Ágúst (Elí Björgvinsson) er frábær markmaður. Mér fannst FH liðið spila frábæran fyrri hálfleik og settu okkur í mikil vandræði. Mér fannst við heppnir að vera bara tveimur undir. Þeir eru með mjög flott lið en varnarleikurinn og markvarslan gerðu það að verkum að við náðum að hanga í þessu og skríða yfir í lokin. „Þetta var mjög sérstakt,“ sagði Einar Andri um tilfinninguna að leika gegn sínum gamla liði. „Ég hafði spilað einn æfingaleik á móti þeim og var búinn að ná úr mér hrollinum en það var skrítið að spila á móti FH áhorfendum og láta þá öskra á sig. FH er frábært félag og er í góðum höndum með frábæra þjálfara og flotta stjórn. „Ég hef fulla trú á þeim en nú er ég að þjálfa annað lið og ég nýt þess alveg í botn. Þetta fer skemmtilega af stað og ég vil hrósa Aftureldingu fyrir frábæra umgjörð í kringum leikina og liðið. Það eru 20 manns mættir klukkan hálf sex til að gera alltog græja. Stemningin er frábær og mætingin. Ég held að þetta sé góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta,“ sagði Einar Andri. Ágúst Elí: Hrein skita í seinni hálfleik„Heil yfir fannst mér þeir komast upp með aðeins meira en við. Jújú, stemningin var með þeim en seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson markvörður FH. „Við fáum á okkur átta mörk í seinni hálfeik en skorum aðeins fimm mörk á sama tíma. Fyrri hálfleikurinn gekk ágætlega en þeir fengu fullt af vítum og þrjú af fjórum fyrstu mörkunum voru úr vítum. „Við skilum ekki nóg af okkur sóknarlega. Þeir eru með gott varnarlið og allt það en ekki svona gott. Þetta var hrein skita í seinni hálfleik. „Mér finnst við bakka of mikið undan þeim og sækja of mikið inn á miðjun þar sem pakkinn er lang stærstur og þéttastur. Við fáum held ég tvö hornafæri í leiknum og það er ekki gott að sækja svona mikið inn á miðjuna gegn svona stóru og stæðilegu liði. Við gerðum of mikið úr þeim,“ sagði Ágúst Elí sem stóð þó fyrir sínu. „Svona er handboltinn. Maður reynir hvað maður getur. Þegar staðan var 20-18 og ein og hálf mínúta eftir var ég ákveðin í að halda mínu og gerði það en við erum sjö leikmenn inn á í liðinu og maður vinnur ekki alla leiki einn síns liðs þó það gerist oft. Það verða allir að standa sig,“ sagði markvörðurinn ungi.Jóhann Gunnar skoraði fimm mörk í kvöld, öll af vítalínunni.Vísir/VilhelmEinar Andri stýrði Aftureldingu til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum.Vísir/VilhelmRagnar skoraði fimm mörk fyrir FH.Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15. 6. október 2014 21:36 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. 6. október 2014 18:15 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15. 6. október 2014 21:36
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. 6. október 2014 18:15
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn