Dótadagur strákanna Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 14:14 Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent
Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent