Innlent

Bartek selur íslenskar pylsur í Kanada

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bartek er hrifinn af íslenskum pylsum.
Bartek er hrifinn af íslenskum pylsum.
Íslenskar pylsur verða seldar á Alendraplatz í kanadísku borginni Montreal í dag. Kanadískur veitingamaður mun elda pylsurnar, eins og kemur fram á miðlinum Montreal Eater.

Á vefsíðu miðilsins segir að pylsur séu ákaflega vinsælar á Íslandi. Bent er á vinsældir Bæjarins Beztu hér á landi og víðar. Til dæmis er sérstaklega tekið fram að Bæjarins Beztu hafi verið valin besti veitingastaður sem sérhæfir sig í pylsum í allri Evrópu af breska miðlinum The Guardian.

Einnig er bent á grein sem birtist á vefnum The Atlantic undir fyrirsögninni Pylsur: Stolt Íslands.

Veitingamaðurinn Bartek Komorowski mun elda og selja pylsurnar í dag. Á twitter-síðu hans má sjá að hann er mikill áhugamaður um skyndibita og hefur selt veitingamat á götum Montreal-borgar. Hann hefur áður boðið Kanadamönnum upp á íslenskar pylsur og segir á Twitter-síðunni að hann bjóði aftur upp á íslensku pylsurnar vegna mikillar eftirspurnar.

Hér að neðan má sjá tíst hans um íslensku pylsurnar og er gaman að sjá að hann reynir fyrir sér í íslensku í auglýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×