Óttast ekki ákvörðun ESA um ríkisaðstoð Haraldur Guðmundsson skrifar 10. október 2014 07:15 Framkvæmdir á lóð United Silicon eru hafnar og Thorsil stefnir einnig að byggingu kísilmálmverksmiðju á svæðinu. Vísir/GVA Framkvæmdastjórar tveggja fyrirtækja sem stefna að kísilframleiðslu hér á landi eru fullvissir um að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eigi eftir að samþykkja fjárfestingarsamninga þeirra við ríkið. „Við tókum mið af samningnum sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið PCC vegna kísilversins á Bakka og fyrst sá samningur fór í gegn þá tel ég engar líkur á að okkar verði ekki samþykktur af ESA,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að byggingu 35 milljarða króna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. ESA komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningar íslenskra stjórnvalda við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnslu, hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Samningarnir voru gerðir frá 2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa afslætti af opinberum gjöldum og sköttum sem ríkið þarf nú að endurheimta. Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif á aðra fjárfestingarsamninga sem ríkið hefur gert eða eru til skoðunar. Allir samningar ríkisins um ívilnanir eru hins vegar með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnunarinnar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir eigendur fyrirtækisins í þeirri trú að fjárfestingarsamningur, sem var undirritaður í vor vegna áforma Thorsil um 38 milljarða kísilmálmverksmiðju í Helguvík, verði samþykktur. „Í honum er tekið tillit til þeirra athugasemda sem ESA gerði við þessa eldri samninga og því ætti ekki að vera nein óvissa í kringum þann samning,“ segir Hákon.GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón „Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn 500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð. „Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur. Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður. Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Framkvæmdastjórar tveggja fyrirtækja sem stefna að kísilframleiðslu hér á landi eru fullvissir um að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eigi eftir að samþykkja fjárfestingarsamninga þeirra við ríkið. „Við tókum mið af samningnum sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið PCC vegna kísilversins á Bakka og fyrst sá samningur fór í gegn þá tel ég engar líkur á að okkar verði ekki samþykktur af ESA,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að byggingu 35 milljarða króna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. ESA komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningar íslenskra stjórnvalda við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnslu, hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Samningarnir voru gerðir frá 2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa afslætti af opinberum gjöldum og sköttum sem ríkið þarf nú að endurheimta. Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif á aðra fjárfestingarsamninga sem ríkið hefur gert eða eru til skoðunar. Allir samningar ríkisins um ívilnanir eru hins vegar með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnunarinnar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir eigendur fyrirtækisins í þeirri trú að fjárfestingarsamningur, sem var undirritaður í vor vegna áforma Thorsil um 38 milljarða kísilmálmverksmiðju í Helguvík, verði samþykktur. „Í honum er tekið tillit til þeirra athugasemda sem ESA gerði við þessa eldri samninga og því ætti ekki að vera nein óvissa í kringum þann samning,“ segir Hákon.GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón „Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn 500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð. „Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur. Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður.
Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira