Óttast ekki ákvörðun ESA um ríkisaðstoð Haraldur Guðmundsson skrifar 10. október 2014 07:15 Framkvæmdir á lóð United Silicon eru hafnar og Thorsil stefnir einnig að byggingu kísilmálmverksmiðju á svæðinu. Vísir/GVA Framkvæmdastjórar tveggja fyrirtækja sem stefna að kísilframleiðslu hér á landi eru fullvissir um að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eigi eftir að samþykkja fjárfestingarsamninga þeirra við ríkið. „Við tókum mið af samningnum sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið PCC vegna kísilversins á Bakka og fyrst sá samningur fór í gegn þá tel ég engar líkur á að okkar verði ekki samþykktur af ESA,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að byggingu 35 milljarða króna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. ESA komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningar íslenskra stjórnvalda við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnslu, hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Samningarnir voru gerðir frá 2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa afslætti af opinberum gjöldum og sköttum sem ríkið þarf nú að endurheimta. Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif á aðra fjárfestingarsamninga sem ríkið hefur gert eða eru til skoðunar. Allir samningar ríkisins um ívilnanir eru hins vegar með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnunarinnar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir eigendur fyrirtækisins í þeirri trú að fjárfestingarsamningur, sem var undirritaður í vor vegna áforma Thorsil um 38 milljarða kísilmálmverksmiðju í Helguvík, verði samþykktur. „Í honum er tekið tillit til þeirra athugasemda sem ESA gerði við þessa eldri samninga og því ætti ekki að vera nein óvissa í kringum þann samning,“ segir Hákon.GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón „Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn 500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð. „Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur. Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Framkvæmdastjórar tveggja fyrirtækja sem stefna að kísilframleiðslu hér á landi eru fullvissir um að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eigi eftir að samþykkja fjárfestingarsamninga þeirra við ríkið. „Við tókum mið af samningnum sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið PCC vegna kísilversins á Bakka og fyrst sá samningur fór í gegn þá tel ég engar líkur á að okkar verði ekki samþykktur af ESA,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að byggingu 35 milljarða króna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. ESA komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningar íslenskra stjórnvalda við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnslu, hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Samningarnir voru gerðir frá 2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa afslætti af opinberum gjöldum og sköttum sem ríkið þarf nú að endurheimta. Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif á aðra fjárfestingarsamninga sem ríkið hefur gert eða eru til skoðunar. Allir samningar ríkisins um ívilnanir eru hins vegar með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnunarinnar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir eigendur fyrirtækisins í þeirri trú að fjárfestingarsamningur, sem var undirritaður í vor vegna áforma Thorsil um 38 milljarða kísilmálmverksmiðju í Helguvík, verði samþykktur. „Í honum er tekið tillit til þeirra athugasemda sem ESA gerði við þessa eldri samninga og því ætti ekki að vera nein óvissa í kringum þann samning,“ segir Hákon.GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón „Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn 500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð. „Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur. Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira