300 hestafla Kawasaki Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 11:15 Kawasaki Ninja H2R er ótrúlegur orkubolti. Þau gerast ekki öflugri mótorhjólin en þetta nýja hjól frá Kawasaki, en það er 300 hestöfl. Hjólið var kynnt í síðustu viku og ber nafnið Ninja H2R. Kawasaki segir að þetta hjól sé framleitt svo bjóða megi mótorhjólamönnum hröðun sem þeir hafa aldrei kynnst áður. Hestaflafjöldi hjólsins er langt fyrir ofan það sem áður hefur verið framleitt á tveimur hjólum, en næstöflugasta mótorhjól í heimi er BMW S1000RR sem skartar 199 hestöflum. Það verður þó að fylgja sögunni að Kawasaki Ninja H2R er ekki framleitt sem götuhjóil, heldur sem keppnishjól á kappakstursbrautum. Hinsvegar kemur götuútgáfa þessa hjóls brátt í kjölfarið og fær þá nafnið Ninja H2. Ninja H2R brautarhjólið er ekki með hliðarspegla, stefnuljós né aðalljós, allt til að létta hjólið í brautarakstri. Hjólið myndi aldrei standast kröfur þær sem gerðar eru um hljóðmengun mótorhjóla, jafnvel ekki í hægagangi! Kawasaki hefur ekki gefið upp árangurstölur keppnishjólsins, en ekki kæmi á óvart að hjólið næði 100 km hraða á innan við 2 sekúndum og að hámarkshraðinn sé eitthvað fyrir ofan 350 km/klst. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent
Þau gerast ekki öflugri mótorhjólin en þetta nýja hjól frá Kawasaki, en það er 300 hestöfl. Hjólið var kynnt í síðustu viku og ber nafnið Ninja H2R. Kawasaki segir að þetta hjól sé framleitt svo bjóða megi mótorhjólamönnum hröðun sem þeir hafa aldrei kynnst áður. Hestaflafjöldi hjólsins er langt fyrir ofan það sem áður hefur verið framleitt á tveimur hjólum, en næstöflugasta mótorhjól í heimi er BMW S1000RR sem skartar 199 hestöflum. Það verður þó að fylgja sögunni að Kawasaki Ninja H2R er ekki framleitt sem götuhjóil, heldur sem keppnishjól á kappakstursbrautum. Hinsvegar kemur götuútgáfa þessa hjóls brátt í kjölfarið og fær þá nafnið Ninja H2. Ninja H2R brautarhjólið er ekki með hliðarspegla, stefnuljós né aðalljós, allt til að létta hjólið í brautarakstri. Hjólið myndi aldrei standast kröfur þær sem gerðar eru um hljóðmengun mótorhjóla, jafnvel ekki í hægagangi! Kawasaki hefur ekki gefið upp árangurstölur keppnishjólsins, en ekki kæmi á óvart að hjólið næði 100 km hraða á innan við 2 sekúndum og að hámarkshraðinn sé eitthvað fyrir ofan 350 km/klst.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent