Tesla býður Model S með 691 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 10:38 Tesla Model S er nú orðin enn meiri spyrnukerra. Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent
Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent