Skipulag eða skipulagsleysi? Þóra Andrésdóttir skrifar 17. maí 2014 07:00 Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun