Kaldastríðsklám og íslenskan í Undralandi Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 05:00 Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust. Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims. Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“ Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá? Göbbels félli í stafi Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum. Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau. Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:Íslensk orðabók 2.0 Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins. Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa. Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei. 80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt. 80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið. Samviska = Ný gögn hjá saksóknara. Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi. Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér. Afsögn = Ekki hjá mínu liði. Fórnarlamb = Golíat. Einelti = Þegar upp kemst um bulluna. Latte = Drykkur föðurlandssvikara. Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra. Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust. Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims. Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“ Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá? Göbbels félli í stafi Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum. Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau. Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:Íslensk orðabók 2.0 Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins. Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa. Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei. 80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt. 80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið. Samviska = Ný gögn hjá saksóknara. Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi. Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér. Afsögn = Ekki hjá mínu liði. Fórnarlamb = Golíat. Einelti = Þegar upp kemst um bulluna. Latte = Drykkur föðurlandssvikara. Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra. Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun