Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group hefur valið Nýherja til þess að hýsa tölvukerfi móðurfélagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.
„Icelandic á sér traustar rætur í íslensku atvinnulífi, hefur selt sjávarfang til alþjóðlegra markaða um langt skeið og hefur byggt upp öfluga starfsemi í Asíu og Evrópu. Það er því okkur hjá Nýherja mikið ánægjuefni að eiga kost á að þjónusta áfram vaxandi alþjóðlegt fyrirtæki sem er um leið órjúfanlegur hluti af íslenskri viðskiptasögu,“ segir Gunnar Zoëga framkvæmdastjóri Tæknisviðs Nýherja.
„Það er afar mikilvægt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og Icelandic að vinna með öflugum aðila í upplýsingatækni sem býr yfir traustu rekstrarumhverfi og gerir strangar öryggiskröfur. Þannig getum við stuðlað að hnökralausum rekstri og tryggt hámarksuppitíma á hýstum tölvubúnaði fyrirtækisins," segir Jóhann G. Jóhannsson framkvæmdastjóri Fjármálasviðs hjá Icelandic Group.
Icelandic Group er með starfsemi í 8 löndum víða um heim og hjá því starfa um 1.900 starfsmenn. Hjá Nýherja starfa hátt í 300 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Nýherji hýsir kerfi Icelandic
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn
Viðskipti erlent





Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent