Feitir hestar Ólafur Jóhann Ólafsson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar