Sykurskattur dugir ekki til einn og sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. janúar 2014 07:00 Steinar leggur til niðurfellingu gjalda á grænmeti og ávöxtum og jafnvel niðurgreiðslu ríkisins á hollu fæði. Bandarískir hagfræðingar telja tuttugu prósenta hækkun á sykurskatti geta verið eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitu.Í skýrslu þeirra Matthews Harding við Standford-háskóla og Michaels Lovenheim við Cornell-háskóla kemur fram að hækkunin myndi minnka inntöku landsmanna á hitaeiningum um 18 prósent og minnka neyslu sykurs um rúm 16 prósent. Hagfræðingarnir telja að vænlegra sé að auka skattlagningu á hráefnum á borð við sykur og salt heldur en að beina spjótum að sérstökum matvælum, og nefna þeir til dæmis kartöfluflögur og gos. Rökin fyrir því eru þau að annars muni neyslu ákveðinna matvæla einfaldlega vera skipt út fyrir neyslu á öðrum óhollum vörum. Gosskattur myndi einfaldlega leiða til aukinnar neyslu á sykruðum íþróttadrykkjum og sælgæti.Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur og markaðsstjóri Matís, segist ekki vera sannfærður um að aukinn sykurskattur hér á landi myndi skila sér í minnkandi neyslu. „Ég er enginn hagfræðingur en miðað við það sem búið er að reyna þá held ég ekki,“ segir Steinar. „Tökum dæmi með reykingar. Hvað virkaði þar? Bæði það að hækka verðið og svo mikill áróður. Saman gæti þetta virkað.“Niðurfelling gjalda á hollu fæði Steinar segir þó mikilvægt að aðgerðir séu byggðar á því að vísindamenn og aðrir sem komi að heilbrigðismálum séu sammála. „Svo myndi ég vilja bæta þriðja hlutnum við og það er það að lækka það sem er hollt og gott. Við erum langflest sammála um það, sama úr hvaða horni við erum að gaspra, að grænmeti sé hollt. Að neysla ávaxta, reyndar upp að vissu marki, sé holl. Að lítið unninn og trefjaríkur matur sé hollur. Ef við tækum þessa þrjá hluti saman gæti það skilað sér í minni neyslu.“ Steinar leggur til niðurfellingu gjalda á grænmeti og ávöxtum og jafnvel niðurgreiðslu ríkisins á hollu fæði. „Við vitum það að aukin neysla á grænmeti eykur heilbrigði. Af hverju er ríkið ekki tilbúið til að segja: „Þetta er okkar forvörn.“? Voru lýðheilsulegar forsendur fyrir því þegar skattar voru settir á síðast? Mitt svar er nei. Þarna var ríkið einfaldlega að ná í meiri peninga,“ segir Steinar og bætir því við að mikinn áróður vanti gegn óhollustu hér á landi.Almenningur vill vera upplýstari Steinar segir þó að honum finnist Íslendingar vera á réttri leið og að vilji sé til staðar hjá almenningi um að vera upplýstari. „Ef ég er með fjölskyldu úti í búð og við stöndum fyrir framan brauðrekkann og ég segi einhverjum úr hópnum að velja það brauð sem hann heldur að sé hollast fyrir sig hefur hann ekki upplýsingar til að taka þá ákvörðun. En ef ég segi honum að sykurmagn eigi að vera minna en fimm grömm af hverjum hundrað og trefjar meira en sex grömm af hundraði, þá getur hann valið.“ Steinar segist hafa reynt að hafa áhrif á almenning með skrifum sínum um heilbrigt mataræði en að hafa áhrif á pólitíkina sé erfiðara. „Á Alþingi er þessi hagsmunagæsla en eftir því sem almenningur verður upplýstari verður Alþingi það líka. Ég get haft áhrif með því að skrifa, tala við fólk, og senda pósta á fyrirtæki,“ segir Steinar, en hann hefur meðal annars hvatt verslanir til að breyta útstillingum sínum. „Það hefur gengið upp og ofan enda er mismunandi menning innan fyrirtækja. Ég stóð meðal annars fyrir því að hvetja verslanir til að merkja hvað telst hóflegt magn sælgætis á nammibörunum. Sumir hlustuðu ekki en aðrir tóku vel í það. En það er líka ágóði í því PR-lega séð að stíga fram og segja: „Nammi er fínt í hófi. Þetta er hófið.““ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Bandarískir hagfræðingar telja tuttugu prósenta hækkun á sykurskatti geta verið eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitu.Í skýrslu þeirra Matthews Harding við Standford-háskóla og Michaels Lovenheim við Cornell-háskóla kemur fram að hækkunin myndi minnka inntöku landsmanna á hitaeiningum um 18 prósent og minnka neyslu sykurs um rúm 16 prósent. Hagfræðingarnir telja að vænlegra sé að auka skattlagningu á hráefnum á borð við sykur og salt heldur en að beina spjótum að sérstökum matvælum, og nefna þeir til dæmis kartöfluflögur og gos. Rökin fyrir því eru þau að annars muni neyslu ákveðinna matvæla einfaldlega vera skipt út fyrir neyslu á öðrum óhollum vörum. Gosskattur myndi einfaldlega leiða til aukinnar neyslu á sykruðum íþróttadrykkjum og sælgæti.Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur og markaðsstjóri Matís, segist ekki vera sannfærður um að aukinn sykurskattur hér á landi myndi skila sér í minnkandi neyslu. „Ég er enginn hagfræðingur en miðað við það sem búið er að reyna þá held ég ekki,“ segir Steinar. „Tökum dæmi með reykingar. Hvað virkaði þar? Bæði það að hækka verðið og svo mikill áróður. Saman gæti þetta virkað.“Niðurfelling gjalda á hollu fæði Steinar segir þó mikilvægt að aðgerðir séu byggðar á því að vísindamenn og aðrir sem komi að heilbrigðismálum séu sammála. „Svo myndi ég vilja bæta þriðja hlutnum við og það er það að lækka það sem er hollt og gott. Við erum langflest sammála um það, sama úr hvaða horni við erum að gaspra, að grænmeti sé hollt. Að neysla ávaxta, reyndar upp að vissu marki, sé holl. Að lítið unninn og trefjaríkur matur sé hollur. Ef við tækum þessa þrjá hluti saman gæti það skilað sér í minni neyslu.“ Steinar leggur til niðurfellingu gjalda á grænmeti og ávöxtum og jafnvel niðurgreiðslu ríkisins á hollu fæði. „Við vitum það að aukin neysla á grænmeti eykur heilbrigði. Af hverju er ríkið ekki tilbúið til að segja: „Þetta er okkar forvörn.“? Voru lýðheilsulegar forsendur fyrir því þegar skattar voru settir á síðast? Mitt svar er nei. Þarna var ríkið einfaldlega að ná í meiri peninga,“ segir Steinar og bætir því við að mikinn áróður vanti gegn óhollustu hér á landi.Almenningur vill vera upplýstari Steinar segir þó að honum finnist Íslendingar vera á réttri leið og að vilji sé til staðar hjá almenningi um að vera upplýstari. „Ef ég er með fjölskyldu úti í búð og við stöndum fyrir framan brauðrekkann og ég segi einhverjum úr hópnum að velja það brauð sem hann heldur að sé hollast fyrir sig hefur hann ekki upplýsingar til að taka þá ákvörðun. En ef ég segi honum að sykurmagn eigi að vera minna en fimm grömm af hverjum hundrað og trefjar meira en sex grömm af hundraði, þá getur hann valið.“ Steinar segist hafa reynt að hafa áhrif á almenning með skrifum sínum um heilbrigt mataræði en að hafa áhrif á pólitíkina sé erfiðara. „Á Alþingi er þessi hagsmunagæsla en eftir því sem almenningur verður upplýstari verður Alþingi það líka. Ég get haft áhrif með því að skrifa, tala við fólk, og senda pósta á fyrirtæki,“ segir Steinar, en hann hefur meðal annars hvatt verslanir til að breyta útstillingum sínum. „Það hefur gengið upp og ofan enda er mismunandi menning innan fyrirtækja. Ég stóð meðal annars fyrir því að hvetja verslanir til að merkja hvað telst hóflegt magn sælgætis á nammibörunum. Sumir hlustuðu ekki en aðrir tóku vel í það. En það er líka ágóði í því PR-lega séð að stíga fram og segja: „Nammi er fínt í hófi. Þetta er hófið.““
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira