Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja nýja kjarasamninga Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2014 09:24 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. mynd / GVA Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem félagsmenn eru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Samningurinn veitir okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu, eins og félagsmenn VR hafa gert kröfu um. Hann felur í sér nýja sýn og nýja leið í kjarasamningaviðræðum með viðræðuáætlun og tímasettum markmiðum um framvindu. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir markvissum aðgerðum til að styrkja markmið um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Stærstu sveitarfélög landsins tóku áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um áramót og gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún muni, við samþykkt kjarasamninga, endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif sem af þeim leiði verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafía. Það eru vonbrigði að krafan um víðtækari aðgerðir stjórnvalda í skattamálum náði ekki fram að ganga í þessum viðræðum, segir Ólafía. Markmiðið með þessum samningi sé hins vegar fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir nýjan samning og eyða þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum glímt við síðustu misseri og ár. „Til þess að þessi markmið náist þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum, þar með talið stjórnvöld og atvinnurekendur, eins og fram kemur í ályktun stjórnar VR frá í kvöld. Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafía. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Jafnframt harmar stjórn VR fyrirhugaðar gjaldskrár- og verðhækkanir og hvetur samningsaðila til að koma af heilum hug að þessu samkomulagi og draga hækkanir til baka. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem félagsmenn eru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Samningurinn veitir okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu, eins og félagsmenn VR hafa gert kröfu um. Hann felur í sér nýja sýn og nýja leið í kjarasamningaviðræðum með viðræðuáætlun og tímasettum markmiðum um framvindu. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir markvissum aðgerðum til að styrkja markmið um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Stærstu sveitarfélög landsins tóku áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um áramót og gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún muni, við samþykkt kjarasamninga, endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif sem af þeim leiði verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafía. Það eru vonbrigði að krafan um víðtækari aðgerðir stjórnvalda í skattamálum náði ekki fram að ganga í þessum viðræðum, segir Ólafía. Markmiðið með þessum samningi sé hins vegar fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir nýjan samning og eyða þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum glímt við síðustu misseri og ár. „Til þess að þessi markmið náist þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum, þar með talið stjórnvöld og atvinnurekendur, eins og fram kemur í ályktun stjórnar VR frá í kvöld. Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafía. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Jafnframt harmar stjórn VR fyrirhugaðar gjaldskrár- og verðhækkanir og hvetur samningsaðila til að koma af heilum hug að þessu samkomulagi og draga hækkanir til baka.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira