Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja nýja kjarasamninga Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2014 09:24 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. mynd / GVA Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem félagsmenn eru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Samningurinn veitir okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu, eins og félagsmenn VR hafa gert kröfu um. Hann felur í sér nýja sýn og nýja leið í kjarasamningaviðræðum með viðræðuáætlun og tímasettum markmiðum um framvindu. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir markvissum aðgerðum til að styrkja markmið um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Stærstu sveitarfélög landsins tóku áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um áramót og gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún muni, við samþykkt kjarasamninga, endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif sem af þeim leiði verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafía. Það eru vonbrigði að krafan um víðtækari aðgerðir stjórnvalda í skattamálum náði ekki fram að ganga í þessum viðræðum, segir Ólafía. Markmiðið með þessum samningi sé hins vegar fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir nýjan samning og eyða þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum glímt við síðustu misseri og ár. „Til þess að þessi markmið náist þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum, þar með talið stjórnvöld og atvinnurekendur, eins og fram kemur í ályktun stjórnar VR frá í kvöld. Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafía. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Jafnframt harmar stjórn VR fyrirhugaðar gjaldskrár- og verðhækkanir og hvetur samningsaðila til að koma af heilum hug að þessu samkomulagi og draga hækkanir til baka. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem félagsmenn eru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Samningurinn veitir okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu, eins og félagsmenn VR hafa gert kröfu um. Hann felur í sér nýja sýn og nýja leið í kjarasamningaviðræðum með viðræðuáætlun og tímasettum markmiðum um framvindu. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir markvissum aðgerðum til að styrkja markmið um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Stærstu sveitarfélög landsins tóku áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um áramót og gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún muni, við samþykkt kjarasamninga, endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif sem af þeim leiði verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafía. Það eru vonbrigði að krafan um víðtækari aðgerðir stjórnvalda í skattamálum náði ekki fram að ganga í þessum viðræðum, segir Ólafía. Markmiðið með þessum samningi sé hins vegar fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir nýjan samning og eyða þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum glímt við síðustu misseri og ár. „Til þess að þessi markmið náist þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum, þar með talið stjórnvöld og atvinnurekendur, eins og fram kemur í ályktun stjórnar VR frá í kvöld. Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafía. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Jafnframt harmar stjórn VR fyrirhugaðar gjaldskrár- og verðhækkanir og hvetur samningsaðila til að koma af heilum hug að þessu samkomulagi og draga hækkanir til baka.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira