Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs standa auðar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. ágúst 2014 00:01 Frá Hveragerði Þrjár fjölskyldur komu við hjá bæjarstjóranum í gær vegna brýns húsnæðisvanda í Hveragerði. Vísir/Vilhelm „Það bráðvantar leiguhúsnæði. Ég man ekki eftir öðru eins ástandi og núna, fólk er hreinlega á götunni,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir að fjöldi fólks sem sé að missa leiguhúsnæði sitt og vilji búa áfram í Hveragerði verði að leita annað þar sem ógjörlegt hefur verið að fá nýtt leiguhúsnæði. Þrjár fjölskyldur í brýnum vanda leituðu til bæjarstýrunnar bara í gærmorgun, að hennar sögn. Hún segir enn fremur að sér þyki það þyngra en tárum taki að á sama tíma séu tómar íbúðir í bænum sem ekki séu leigðar út. „Íbúðalánasjóður á um 40 íbúðir í Hveragerði en einhverjar af þeim eru í útleigu nú þegar. Það svíður aftur á móti að horfa á auðar íbúðir í eigu sjóðsins við aðalgötu bæjarins þar sem átta íbúða blokk í hans eigu er að mestu án íbúa,“ segir hún. Hún segir enn fremur að kollegar hennar í öðrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur finni einnig fyrir því að ásóknin sé sífellt að aukast í húsnæði. „Radíusinn er að færast út,“ segir hún enda húsnæðismarkaður með órólegra móti í höfuðborginni. Lóðirnar rokseljast í Hveragerði. Á fimmtudag verður úthlutað tveimur raðhúsalóðum og þá verða allar slíkar lóðir uppseldar hjá sveitarfélaginu en á þeim verða byggðar 26 íbúðir. Byggðaþróunin hefur verið Hvergerðingum í vil síðustu ár en þar búa rúmlega 2.300 íbúar eða um fjögur hundruð fleiri en fyrir áratug. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
„Það bráðvantar leiguhúsnæði. Ég man ekki eftir öðru eins ástandi og núna, fólk er hreinlega á götunni,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir að fjöldi fólks sem sé að missa leiguhúsnæði sitt og vilji búa áfram í Hveragerði verði að leita annað þar sem ógjörlegt hefur verið að fá nýtt leiguhúsnæði. Þrjár fjölskyldur í brýnum vanda leituðu til bæjarstýrunnar bara í gærmorgun, að hennar sögn. Hún segir enn fremur að sér þyki það þyngra en tárum taki að á sama tíma séu tómar íbúðir í bænum sem ekki séu leigðar út. „Íbúðalánasjóður á um 40 íbúðir í Hveragerði en einhverjar af þeim eru í útleigu nú þegar. Það svíður aftur á móti að horfa á auðar íbúðir í eigu sjóðsins við aðalgötu bæjarins þar sem átta íbúða blokk í hans eigu er að mestu án íbúa,“ segir hún. Hún segir enn fremur að kollegar hennar í öðrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur finni einnig fyrir því að ásóknin sé sífellt að aukast í húsnæði. „Radíusinn er að færast út,“ segir hún enda húsnæðismarkaður með órólegra móti í höfuðborginni. Lóðirnar rokseljast í Hveragerði. Á fimmtudag verður úthlutað tveimur raðhúsalóðum og þá verða allar slíkar lóðir uppseldar hjá sveitarfélaginu en á þeim verða byggðar 26 íbúðir. Byggðaþróunin hefur verið Hvergerðingum í vil síðustu ár en þar búa rúmlega 2.300 íbúar eða um fjögur hundruð fleiri en fyrir áratug.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira