„Ég gerði mér grein fyrir því að ég var sennilega í lífshættu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2014 08:47 Ólína segist hafa hangið bara á handarkrikunum með olnbogana uppi á gjótubarmi. „Stundum er sagt að engu sé líkara en að jörðin hafi gleypt einhvern - svona eins og til þess að leggja áherslu á hversu óhugsandi það sé að annað eins geti gerst. En jörðin getur gleypt fólk.“ Svona hefst frásögn Ólínu Þorvarðardóttir, fyrrum alþingismanns, á Facebook um þá lífsreynslu sem hún lenti í fyrir helgi þegar hún féll ofan í gjótu í Bjarkalundi. „Þetta gerðist þegar ég var að taka A-endurmatið með hundinn minn Skutul í Bjarkalundi á föstudag. Hundurinn hafði fundið mann, var búinn að láta mig vita af fundinum og ég var að hraða mér á eftir honum til þess „týnda". Leiðin lá yfir mýrlendi, í námunda við svolítið vatn sem getur hafa verið gömul mógröf. Nema hvað ... skyndilega missi ég alla fótfestu.“ Ólína segist hafa hangið bara á handarkrikunum með olnbogana uppi á gjótubarmi en fætur dinglandi lausa og enga fótfestu. „Á sekúndubroti þaut gegnum hugann hvort ég ætti að reyna að ná talstöðinni úr brjóstvasanum og kalla á hjálp. En á næsta sekúndubroti tók ég ákvörðun um að reyna það ekki, því ég hafði ekkert til að halda mér uppi annað en hendurnar. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var sennilega í lífshættu. Ef ég dytti niður, var engin leið að segja hversu djúpt, og jafnvel þó að hundurinn myndi sennilega gelta sig hásan fyrir ofan mig og jafnvel sækja aðstoð, var ekki að vita nema ég sykki í aur og eðju neðst á botninum.“ Þessi fyrrum þingmaður og meðlimur í björgunarsveit segir að ef hún hefði misst handfestuna hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, því gjótan hafi verið full af vatni. „Án þess ég geti sagt hvernig ég fór að því, þá var ég á næsta augnabliki komin öll upp á gjótubarminn og risin upp. Svo umhugað var mér um að finna manninn sem hundurinn var að vísa mér á, að ég þaut af stað án umhugsunar til þess að ljúka verkefninu sem ég var byrjuð á.“ Þegar Ólína var komin á ný upp á bakkann merkti hún GPS-hnit staðarins svo aðrir gætu varað sig á gjótunni. „Þarna eru berjalönd, svo það er aldrei að vita nema einhverjum komi vel að vita hvar árans gjótan er staðsett. Það skal hér með upplýst. Hnitið er N65.33.024-V022.04.840.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Stundum er sagt að engu sé líkara en að jörðin hafi gleypt einhvern - svona eins og til þess að leggja áherslu á hversu óhugsandi það sé að annað eins geti gerst. En jörðin getur gleypt fólk.“ Svona hefst frásögn Ólínu Þorvarðardóttir, fyrrum alþingismanns, á Facebook um þá lífsreynslu sem hún lenti í fyrir helgi þegar hún féll ofan í gjótu í Bjarkalundi. „Þetta gerðist þegar ég var að taka A-endurmatið með hundinn minn Skutul í Bjarkalundi á föstudag. Hundurinn hafði fundið mann, var búinn að láta mig vita af fundinum og ég var að hraða mér á eftir honum til þess „týnda". Leiðin lá yfir mýrlendi, í námunda við svolítið vatn sem getur hafa verið gömul mógröf. Nema hvað ... skyndilega missi ég alla fótfestu.“ Ólína segist hafa hangið bara á handarkrikunum með olnbogana uppi á gjótubarmi en fætur dinglandi lausa og enga fótfestu. „Á sekúndubroti þaut gegnum hugann hvort ég ætti að reyna að ná talstöðinni úr brjóstvasanum og kalla á hjálp. En á næsta sekúndubroti tók ég ákvörðun um að reyna það ekki, því ég hafði ekkert til að halda mér uppi annað en hendurnar. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var sennilega í lífshættu. Ef ég dytti niður, var engin leið að segja hversu djúpt, og jafnvel þó að hundurinn myndi sennilega gelta sig hásan fyrir ofan mig og jafnvel sækja aðstoð, var ekki að vita nema ég sykki í aur og eðju neðst á botninum.“ Þessi fyrrum þingmaður og meðlimur í björgunarsveit segir að ef hún hefði misst handfestuna hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, því gjótan hafi verið full af vatni. „Án þess ég geti sagt hvernig ég fór að því, þá var ég á næsta augnabliki komin öll upp á gjótubarminn og risin upp. Svo umhugað var mér um að finna manninn sem hundurinn var að vísa mér á, að ég þaut af stað án umhugsunar til þess að ljúka verkefninu sem ég var byrjuð á.“ Þegar Ólína var komin á ný upp á bakkann merkti hún GPS-hnit staðarins svo aðrir gætu varað sig á gjótunni. „Þarna eru berjalönd, svo það er aldrei að vita nema einhverjum komi vel að vita hvar árans gjótan er staðsett. Það skal hér með upplýst. Hnitið er N65.33.024-V022.04.840.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira