Til greina gæti komið að endurgreiða málskostnað Bjarki Ármannsson skrifar 14. mars 2014 06:30 Már Guðmundsson gengur út af fundi bankaráðs í gær. Vísir/Pjetur Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að til greina komi að endurgreiða málskostnað sinn vegna málaferla við bankann. Hann telur sig ekki hafa brotið af sér. Lögmannsreikningar Más voru greiddir að fullu af Seðlabankanum eftir að hann fór í mál við bankann vegna lækkunar launa sinna. Bankaráð ákvað í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslunum og kanna hvort farið hafi verið að lögum. Már segir að til greina geti komið að hann endurgreiði málskostnaðinn, þó enn sé of snemmt að segja til um það. „Það getur verið að niðurstaðan verði sú að ég eigi að gera það, þó ég efist um það,“ segir Már. „En svo getur vel verið að ég eigi að gera það hvort sem er. Eins og maður þekkir er eitt að segja að ekkert hafi verið gert rangt en enginn vandi að fá almenningsálitið upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“ Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, tók ákvörðunina um það að endurgreiða Má kostnaðinn vegna málaferla. Í vikunni sagði hún fréttastofu málið vera „storm í vatnsglasi“ og að bankaráð geti ómögulega krafið Má um endurgreiðslu málskostnaðar. Már sat fyrsta hluta bankaráðsfundarins í gær og lagði þar fram bréf til ráðsins þar sem hann óskar eftir því að þeim þætti athugunar sem snýr að honum sjálfum verði flýtt. „Við þurfum að fá niðurstöðu í það hvað var rétt og rangt í málinu,“ segir Már. Hann segir jafnframt að ekki sé gott fyrir einn né neinn að láta óvissu í málinu hanga yfir. „Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu ferli en auðvitað kann öðrum að sýnast annað,“ segir Már. Ásamt bréfinu lagði Már fram upplýsingar og gögn frá Seðlabankanum til bankaráðs varðandi málið. „Síðan er gert ráð fyrir því að það verði fundur á næstunni þar sem mér mun gefast tækifæri til að útskýra mjög ítarlega mína hlið á málinu,“ segir Már. Tengdar fréttir Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn 12. mars 2014 11:15 Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más Mar Guðmundsson, seðlabankastjóri, fór í mál við bankann vegna lækkunar á launum sínum. 7. mars 2014 11:29 "Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47 Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21 Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28 Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að til greina komi að endurgreiða málskostnað sinn vegna málaferla við bankann. Hann telur sig ekki hafa brotið af sér. Lögmannsreikningar Más voru greiddir að fullu af Seðlabankanum eftir að hann fór í mál við bankann vegna lækkunar launa sinna. Bankaráð ákvað í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslunum og kanna hvort farið hafi verið að lögum. Már segir að til greina geti komið að hann endurgreiði málskostnaðinn, þó enn sé of snemmt að segja til um það. „Það getur verið að niðurstaðan verði sú að ég eigi að gera það, þó ég efist um það,“ segir Már. „En svo getur vel verið að ég eigi að gera það hvort sem er. Eins og maður þekkir er eitt að segja að ekkert hafi verið gert rangt en enginn vandi að fá almenningsálitið upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“ Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, tók ákvörðunina um það að endurgreiða Má kostnaðinn vegna málaferla. Í vikunni sagði hún fréttastofu málið vera „storm í vatnsglasi“ og að bankaráð geti ómögulega krafið Má um endurgreiðslu málskostnaðar. Már sat fyrsta hluta bankaráðsfundarins í gær og lagði þar fram bréf til ráðsins þar sem hann óskar eftir því að þeim þætti athugunar sem snýr að honum sjálfum verði flýtt. „Við þurfum að fá niðurstöðu í það hvað var rétt og rangt í málinu,“ segir Már. Hann segir jafnframt að ekki sé gott fyrir einn né neinn að láta óvissu í málinu hanga yfir. „Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu ferli en auðvitað kann öðrum að sýnast annað,“ segir Már. Ásamt bréfinu lagði Már fram upplýsingar og gögn frá Seðlabankanum til bankaráðs varðandi málið. „Síðan er gert ráð fyrir því að það verði fundur á næstunni þar sem mér mun gefast tækifæri til að útskýra mjög ítarlega mína hlið á málinu,“ segir Már.
Tengdar fréttir Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn 12. mars 2014 11:15 Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más Mar Guðmundsson, seðlabankastjóri, fór í mál við bankann vegna lækkunar á launum sínum. 7. mars 2014 11:29 "Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47 Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21 Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28 Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn 12. mars 2014 11:15
Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más Mar Guðmundsson, seðlabankastjóri, fór í mál við bankann vegna lækkunar á launum sínum. 7. mars 2014 11:29
"Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47
Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21
Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28
Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12