Viðskipti innlent

Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurjón Árnason og lögmaður hans, Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurjón Árnason og lögmaður hans, Sigurður G. Guðjónsson. Vísir/GVA
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik.

Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu.

Annars vegar var um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum.

Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga.

Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki sannað að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða og sýknaði þess vegna Sigurjón og Elín af ákæru sérstaks saksóknara. Allur málskostnaður fellur á ríkissjóð.

Dóminn í heild sinni má sjá hér.


Tengdar fréttir

„Hvað ætlið þið að segja við FME?“

"I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans.

„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“

Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum.

Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi

Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×