Innlent

Í sjálfheldu á Hólmatindi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. vísir/vilhelm
Erlendur ferðamaður er nú í sjálfheldu á Hólmatindi milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Búið er að kalla út fjallabjörgunarfólk frá Austurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar fer innan skamms frá Reykjavík með fjallabjörgunarhóp.

Maðurinn var í klifri og situr þar fastur í klettum. Landsbjörg telur að erfitt geti reynst að komast að honum, sér í lagi þar sem brátt tekur að dimma. Klifurfélagi mannsins er á toppi Hólmatinds og gert er ráð fyrir að einnig þurfi að aðstoða hann niður.

Uppfært klukkan 22:30

Í fyrstu var talið að mennirnir væru á Hólmatindi, en búið er að staðsetja þá og í ljós kom að þeir voru á Ófeigsfjalli fyrir ofan Eskifjörð. Hátt í fimmtíu manns úr björgunarsveitum á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ferð björgunarmanna hafi verið erfið í myrkrinu en um klukkan 22 hafi þyrla Landhelgisgæslunnar komið á staðinn og náð mönnunum um borð. Báðir voru þeir heilir á húfi og flutti þyrlan þá á Eskifjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×