Árangurstengdar greiðslur til kennara eru tímaskekkja! Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2014 00:01 Í viðtali í Fréttablaðinu 20. mars um árangur nemenda í skólum lýsir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að birta fleiri niðurstöður um árangur nemenda til að bæta skólastarf, það sé tímaskekkja að gera það ekki. Af ummælunum má skilja að Þorbjörg Helga vilji tengja saman laun kennara og árangur nemenda eða úthlutun á fjármagni til skóla við árangur skólans – að ákvarðanir um hærri launapotta þurfi að réttlæta með birtingu gagna um árangur. Þetta er rökstutt með tilvísan í PISA-rannsóknir. Það er margt að athuga við það sem þarna kemur fram og að mínu mati óskiljanlegt hvernig draga má þessa ályktun út frá niðurstöðum PISA. Reyndar tel ég þær tillögur sem Þorbjörg setur fram beinlínis vinna gegn góðu skólastarfi því margir samverkandi þættir hafa áhrif á námsárangur barna – árangurstenging launa er ekki einn af þeim. Ég dreg hér fram meginrök í fimm liðum. 1. Félagslegur bakgrunnur nemenda hefur sterkustu tengslin við árangur, skiptir þar mestu viðhorf foreldra til menntunar sem og væntingar þeirra til barna sinna. 2. Það er margt sem bendir til að grunnur sem lagður er í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla hafi áhrif á árangur (t.d. á læsi) við lok grunnskóla. Líta má á árangur við lok grunnskóla sem afrakstur af 10–14 ára námsferli nemandans í leik- og grunnskóla. Á þetta er bent m.a. í skýrslum um PISA 2012. 3. Margoft hefur verið bent á að það að beintengja laun einstakra kennara við árangur nemenda sé bæði rangt og órökrétt (sbr. það sem nefnt er hér að framan). Margir kennarar koma að kennslu hvers barns í gegnum alla skólagönguna. 4. Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar. Árangurstenging launa ógnar þessu þar sem hætt er við að börn sem eru líkleg til að fá lágar einkunnir verði ekki velkomin í viðkomandi skóla. 5. Samstarf innan skóla og á milli skóla hefur sýnt sig vera sterkur áhrifaþáttur við mat á gæðum og árangri. Fagfólk vinnur saman að því að finna bestu lausnirnar og miðlar þekkingu og hugmyndum. Góður árangur er háður því að næsti kennari, skóli eða skólastig vinni líka vel. Það að etja skólum saman hverjum gegn öðrum í samkeppni um fjármagn vinnur gegn slíku samstarfi og þar með mikilvægum möguleika til að efla skólastarf. Við þetta má bæta varnaðarorðum um hvernig megi eða megi ekki túlka niðurstöður ýmissa alþjóðlegra rannsókna. Skólafræðingarnir Hargreaves og Shirley (2012) taka saman einkenni á þeim skólakerfum sem hafa komið hvað best út í alþjóðlegum samanburði, í bók sinni The Global fourth way. Aukin samkeppni og samanburður milli kennara eða skóla er ekki þar á meðal. Þvert á móti leggja bestu skólakerfin áherslu á jöfnuð og góða kennsluhætti fyrir alla nemendur. Birting á niðurstöðum um árangur nemenda mun á engan hátt stuðla að bættu skólastarfi og því síður tengsl launa eða fjármagns við árangursmælingar. Slíkt er tímaskekkja og tíðkast ekki í þeim skólakerfum sem koma best út í alþjóðlegum samanburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Fréttablaðinu 20. mars um árangur nemenda í skólum lýsir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að birta fleiri niðurstöður um árangur nemenda til að bæta skólastarf, það sé tímaskekkja að gera það ekki. Af ummælunum má skilja að Þorbjörg Helga vilji tengja saman laun kennara og árangur nemenda eða úthlutun á fjármagni til skóla við árangur skólans – að ákvarðanir um hærri launapotta þurfi að réttlæta með birtingu gagna um árangur. Þetta er rökstutt með tilvísan í PISA-rannsóknir. Það er margt að athuga við það sem þarna kemur fram og að mínu mati óskiljanlegt hvernig draga má þessa ályktun út frá niðurstöðum PISA. Reyndar tel ég þær tillögur sem Þorbjörg setur fram beinlínis vinna gegn góðu skólastarfi því margir samverkandi þættir hafa áhrif á námsárangur barna – árangurstenging launa er ekki einn af þeim. Ég dreg hér fram meginrök í fimm liðum. 1. Félagslegur bakgrunnur nemenda hefur sterkustu tengslin við árangur, skiptir þar mestu viðhorf foreldra til menntunar sem og væntingar þeirra til barna sinna. 2. Það er margt sem bendir til að grunnur sem lagður er í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla hafi áhrif á árangur (t.d. á læsi) við lok grunnskóla. Líta má á árangur við lok grunnskóla sem afrakstur af 10–14 ára námsferli nemandans í leik- og grunnskóla. Á þetta er bent m.a. í skýrslum um PISA 2012. 3. Margoft hefur verið bent á að það að beintengja laun einstakra kennara við árangur nemenda sé bæði rangt og órökrétt (sbr. það sem nefnt er hér að framan). Margir kennarar koma að kennslu hvers barns í gegnum alla skólagönguna. 4. Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar. Árangurstenging launa ógnar þessu þar sem hætt er við að börn sem eru líkleg til að fá lágar einkunnir verði ekki velkomin í viðkomandi skóla. 5. Samstarf innan skóla og á milli skóla hefur sýnt sig vera sterkur áhrifaþáttur við mat á gæðum og árangri. Fagfólk vinnur saman að því að finna bestu lausnirnar og miðlar þekkingu og hugmyndum. Góður árangur er háður því að næsti kennari, skóli eða skólastig vinni líka vel. Það að etja skólum saman hverjum gegn öðrum í samkeppni um fjármagn vinnur gegn slíku samstarfi og þar með mikilvægum möguleika til að efla skólastarf. Við þetta má bæta varnaðarorðum um hvernig megi eða megi ekki túlka niðurstöður ýmissa alþjóðlegra rannsókna. Skólafræðingarnir Hargreaves og Shirley (2012) taka saman einkenni á þeim skólakerfum sem hafa komið hvað best út í alþjóðlegum samanburði, í bók sinni The Global fourth way. Aukin samkeppni og samanburður milli kennara eða skóla er ekki þar á meðal. Þvert á móti leggja bestu skólakerfin áherslu á jöfnuð og góða kennsluhætti fyrir alla nemendur. Birting á niðurstöðum um árangur nemenda mun á engan hátt stuðla að bættu skólastarfi og því síður tengsl launa eða fjármagns við árangursmælingar. Slíkt er tímaskekkja og tíðkast ekki í þeim skólakerfum sem koma best út í alþjóðlegum samanburði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun