Árangurstengdar greiðslur til kennara eru tímaskekkja! Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2014 00:01 Í viðtali í Fréttablaðinu 20. mars um árangur nemenda í skólum lýsir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að birta fleiri niðurstöður um árangur nemenda til að bæta skólastarf, það sé tímaskekkja að gera það ekki. Af ummælunum má skilja að Þorbjörg Helga vilji tengja saman laun kennara og árangur nemenda eða úthlutun á fjármagni til skóla við árangur skólans – að ákvarðanir um hærri launapotta þurfi að réttlæta með birtingu gagna um árangur. Þetta er rökstutt með tilvísan í PISA-rannsóknir. Það er margt að athuga við það sem þarna kemur fram og að mínu mati óskiljanlegt hvernig draga má þessa ályktun út frá niðurstöðum PISA. Reyndar tel ég þær tillögur sem Þorbjörg setur fram beinlínis vinna gegn góðu skólastarfi því margir samverkandi þættir hafa áhrif á námsárangur barna – árangurstenging launa er ekki einn af þeim. Ég dreg hér fram meginrök í fimm liðum. 1. Félagslegur bakgrunnur nemenda hefur sterkustu tengslin við árangur, skiptir þar mestu viðhorf foreldra til menntunar sem og væntingar þeirra til barna sinna. 2. Það er margt sem bendir til að grunnur sem lagður er í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla hafi áhrif á árangur (t.d. á læsi) við lok grunnskóla. Líta má á árangur við lok grunnskóla sem afrakstur af 10–14 ára námsferli nemandans í leik- og grunnskóla. Á þetta er bent m.a. í skýrslum um PISA 2012. 3. Margoft hefur verið bent á að það að beintengja laun einstakra kennara við árangur nemenda sé bæði rangt og órökrétt (sbr. það sem nefnt er hér að framan). Margir kennarar koma að kennslu hvers barns í gegnum alla skólagönguna. 4. Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar. Árangurstenging launa ógnar þessu þar sem hætt er við að börn sem eru líkleg til að fá lágar einkunnir verði ekki velkomin í viðkomandi skóla. 5. Samstarf innan skóla og á milli skóla hefur sýnt sig vera sterkur áhrifaþáttur við mat á gæðum og árangri. Fagfólk vinnur saman að því að finna bestu lausnirnar og miðlar þekkingu og hugmyndum. Góður árangur er háður því að næsti kennari, skóli eða skólastig vinni líka vel. Það að etja skólum saman hverjum gegn öðrum í samkeppni um fjármagn vinnur gegn slíku samstarfi og þar með mikilvægum möguleika til að efla skólastarf. Við þetta má bæta varnaðarorðum um hvernig megi eða megi ekki túlka niðurstöður ýmissa alþjóðlegra rannsókna. Skólafræðingarnir Hargreaves og Shirley (2012) taka saman einkenni á þeim skólakerfum sem hafa komið hvað best út í alþjóðlegum samanburði, í bók sinni The Global fourth way. Aukin samkeppni og samanburður milli kennara eða skóla er ekki þar á meðal. Þvert á móti leggja bestu skólakerfin áherslu á jöfnuð og góða kennsluhætti fyrir alla nemendur. Birting á niðurstöðum um árangur nemenda mun á engan hátt stuðla að bættu skólastarfi og því síður tengsl launa eða fjármagns við árangursmælingar. Slíkt er tímaskekkja og tíðkast ekki í þeim skólakerfum sem koma best út í alþjóðlegum samanburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Fréttablaðinu 20. mars um árangur nemenda í skólum lýsir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að birta fleiri niðurstöður um árangur nemenda til að bæta skólastarf, það sé tímaskekkja að gera það ekki. Af ummælunum má skilja að Þorbjörg Helga vilji tengja saman laun kennara og árangur nemenda eða úthlutun á fjármagni til skóla við árangur skólans – að ákvarðanir um hærri launapotta þurfi að réttlæta með birtingu gagna um árangur. Þetta er rökstutt með tilvísan í PISA-rannsóknir. Það er margt að athuga við það sem þarna kemur fram og að mínu mati óskiljanlegt hvernig draga má þessa ályktun út frá niðurstöðum PISA. Reyndar tel ég þær tillögur sem Þorbjörg setur fram beinlínis vinna gegn góðu skólastarfi því margir samverkandi þættir hafa áhrif á námsárangur barna – árangurstenging launa er ekki einn af þeim. Ég dreg hér fram meginrök í fimm liðum. 1. Félagslegur bakgrunnur nemenda hefur sterkustu tengslin við árangur, skiptir þar mestu viðhorf foreldra til menntunar sem og væntingar þeirra til barna sinna. 2. Það er margt sem bendir til að grunnur sem lagður er í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla hafi áhrif á árangur (t.d. á læsi) við lok grunnskóla. Líta má á árangur við lok grunnskóla sem afrakstur af 10–14 ára námsferli nemandans í leik- og grunnskóla. Á þetta er bent m.a. í skýrslum um PISA 2012. 3. Margoft hefur verið bent á að það að beintengja laun einstakra kennara við árangur nemenda sé bæði rangt og órökrétt (sbr. það sem nefnt er hér að framan). Margir kennarar koma að kennslu hvers barns í gegnum alla skólagönguna. 4. Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar. Árangurstenging launa ógnar þessu þar sem hætt er við að börn sem eru líkleg til að fá lágar einkunnir verði ekki velkomin í viðkomandi skóla. 5. Samstarf innan skóla og á milli skóla hefur sýnt sig vera sterkur áhrifaþáttur við mat á gæðum og árangri. Fagfólk vinnur saman að því að finna bestu lausnirnar og miðlar þekkingu og hugmyndum. Góður árangur er háður því að næsti kennari, skóli eða skólastig vinni líka vel. Það að etja skólum saman hverjum gegn öðrum í samkeppni um fjármagn vinnur gegn slíku samstarfi og þar með mikilvægum möguleika til að efla skólastarf. Við þetta má bæta varnaðarorðum um hvernig megi eða megi ekki túlka niðurstöður ýmissa alþjóðlegra rannsókna. Skólafræðingarnir Hargreaves og Shirley (2012) taka saman einkenni á þeim skólakerfum sem hafa komið hvað best út í alþjóðlegum samanburði, í bók sinni The Global fourth way. Aukin samkeppni og samanburður milli kennara eða skóla er ekki þar á meðal. Þvert á móti leggja bestu skólakerfin áherslu á jöfnuð og góða kennsluhætti fyrir alla nemendur. Birting á niðurstöðum um árangur nemenda mun á engan hátt stuðla að bættu skólastarfi og því síður tengsl launa eða fjármagns við árangursmælingar. Slíkt er tímaskekkja og tíðkast ekki í þeim skólakerfum sem koma best út í alþjóðlegum samanburði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun