Afglæpavæðing og skaðaminnkun Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 11. apríl 2014 07:00 Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun