Blendin-appið loksins komið út Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. apríl 2014 10:00 Liðsmenn Blendin hafa sent frá sér fyrstu uppfærsluna af Blendin Mynd/einkasafn Samfélagsmiðillinn Blendin er kominn út í App Store og Google Play, en það eru þeir Davíð Örn Símonarson,Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson sem standa á bak við Blendin. Blendin er samfélagsmiðill sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér.Blendin á eftir að hjálpa mörgum í skemmtanalífinuMynd/Skjáskot„Blendin er kortalægur samfélagsmiðill sem tengir vini saman á skemmtanalífinu. Appið hvetur notendur til að koma sér út, í félagslegar aðstæður, með vinum sínum,“ segir Davíð Örn Símonarsson framkvæmdarstjóri Blendin um appið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Í dag er engin skilvirk leið til að vita hverjir vina þinna eru á leiðinni út að skemmta sér, eða langar til að fara út, án þess að hringja í hvern og einn einasta eða senda þeim skilaboð á Facebook en Blendin leysir þetta vandamál.“ Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. Með friðhelgisstillingum, ekki ólíkum þeim sem finna má í Snapchat, þar sem notendur velja í hvert sinn hverjir fá hvaða upplýsingarnar, ætlar Blendin að umbreyta landslagi samfélagsmiðla eins og við þekkjum þá í dag. Tengdar fréttir Heilluðu Google upp úr skónum Piltarnir í Blendin kynntu hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og náðu að heilla Google upp úr skónum. 10. mars 2014 10:30 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Blendin er kominn út í App Store og Google Play, en það eru þeir Davíð Örn Símonarson,Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson sem standa á bak við Blendin. Blendin er samfélagsmiðill sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér.Blendin á eftir að hjálpa mörgum í skemmtanalífinuMynd/Skjáskot„Blendin er kortalægur samfélagsmiðill sem tengir vini saman á skemmtanalífinu. Appið hvetur notendur til að koma sér út, í félagslegar aðstæður, með vinum sínum,“ segir Davíð Örn Símonarsson framkvæmdarstjóri Blendin um appið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Í dag er engin skilvirk leið til að vita hverjir vina þinna eru á leiðinni út að skemmta sér, eða langar til að fara út, án þess að hringja í hvern og einn einasta eða senda þeim skilaboð á Facebook en Blendin leysir þetta vandamál.“ Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. Með friðhelgisstillingum, ekki ólíkum þeim sem finna má í Snapchat, þar sem notendur velja í hvert sinn hverjir fá hvaða upplýsingarnar, ætlar Blendin að umbreyta landslagi samfélagsmiðla eins og við þekkjum þá í dag.
Tengdar fréttir Heilluðu Google upp úr skónum Piltarnir í Blendin kynntu hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og náðu að heilla Google upp úr skónum. 10. mars 2014 10:30 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Heilluðu Google upp úr skónum Piltarnir í Blendin kynntu hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og náðu að heilla Google upp úr skónum. 10. mars 2014 10:30