Hagfræðingur segir "ofurverð“ á rjóma skila MS 800-900 milljónum á ári Þorgils Jónsson skrifar 15. janúar 2014 11:29 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir að ætla megi að verð á rjóma hér á landi sé um tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist. Vísir/samsett mynd Ætla má að verð á rjóma hér á landi sé tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt getur talist og það „ofurverð“ hafi skilað MS um 800 til 900 milljónum króna á ári. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni tekur Þórólfur fram að tvo til 2,5 lítra af rjóma þurfi til að búa til eitt kíló af smjöri. Miðað við að heildsöluverð á rjóma í lausu máli er 798 krónur á lítrann þurfi því að kosta til 1.600 til 2.000 krónum í rjóma til að framleiða eitt kíló af smjöri, að frátöldum öðrum, kostnaði, meðal annars vegna vinnu. Leiðir Þórólfur þannig rökum að því að kostnaðurinn við framleiðslu á smjöri sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Verðlagsnefnd búvara, sem ákvarðar heildsöluverð á búvörum, setur hins vegar heildsöluverð ópakkaðs smjörs 624 krónur á hvert kíló og þannig sé hvert kíló selt með 1.400 til 1.900 króna tapi. Segir hann að verðlagsnefnd búvara hafi augljóslega ekki gætt eðlileg samræmis sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. „Verð rjóma virðist ofurverð!“ segir hann. Þórólfur segir að ætla megi að verð á rjóma sé því tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist.„Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs,“ segir hann og bætir við að þar sem leiða megi líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári hafi meint ofurverð á rjóma því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Þessar upplýsingar segir Þórólfur að varpi nýju og óvæntu ljósi á innflutning á írsku smjöri til að bregðast við skorti fyrir nýliðna jólavertíð.„Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smjörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá!“ Þórólfur segir íslenska neytendur nú eiga kröfu á að innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, að verðlagsnefnd lækki verð á rjóma um 66%, að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og að MS „skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum“. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Ætla má að verð á rjóma hér á landi sé tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt getur talist og það „ofurverð“ hafi skilað MS um 800 til 900 milljónum króna á ári. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni tekur Þórólfur fram að tvo til 2,5 lítra af rjóma þurfi til að búa til eitt kíló af smjöri. Miðað við að heildsöluverð á rjóma í lausu máli er 798 krónur á lítrann þurfi því að kosta til 1.600 til 2.000 krónum í rjóma til að framleiða eitt kíló af smjöri, að frátöldum öðrum, kostnaði, meðal annars vegna vinnu. Leiðir Þórólfur þannig rökum að því að kostnaðurinn við framleiðslu á smjöri sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Verðlagsnefnd búvara, sem ákvarðar heildsöluverð á búvörum, setur hins vegar heildsöluverð ópakkaðs smjörs 624 krónur á hvert kíló og þannig sé hvert kíló selt með 1.400 til 1.900 króna tapi. Segir hann að verðlagsnefnd búvara hafi augljóslega ekki gætt eðlileg samræmis sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. „Verð rjóma virðist ofurverð!“ segir hann. Þórólfur segir að ætla megi að verð á rjóma sé því tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist.„Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs,“ segir hann og bætir við að þar sem leiða megi líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári hafi meint ofurverð á rjóma því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Þessar upplýsingar segir Þórólfur að varpi nýju og óvæntu ljósi á innflutning á írsku smjöri til að bregðast við skorti fyrir nýliðna jólavertíð.„Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smjörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá!“ Þórólfur segir íslenska neytendur nú eiga kröfu á að innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, að verðlagsnefnd lækki verð á rjóma um 66%, að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og að MS „skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum“.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira