
Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi?
En lóðarhafi er vitanlega ekki sá eini sem hefur hagsmuni af deiliskipulagi. Og flestir munu vera sammála um að byggð geti þurft að fá að taka breytingum í takt við nýja tíma, nýjar þarfir og nýtt gildismat. Um það getur þannig ríkt breið samstaða að samþykkt deiliskipulag, sem e.t.v. er komið til ára sinna, sé slæmt og gangi gegn almannahagsmunum með einum eða öðrum hætti, t.d. með vísan til varðveislu- og menningartengdra sjónarmiða eða vegna þess að freklega er gengið á almannarými og/eða fyrirliggjandi byggð. Við þessar aðstæður er hins vegar iðulega vísað til af sveitarstjórnum að ómögulegt sé að breyta samþykktu deiliskipulagi, a.m.k. ekki án greiðslu himinhárra bóta til lóðarhafa, og því talið illskást að semja við lóðarhafa um einhverjar breytingar.
Taka óhrædd slaginn
Eins og sagan sýnir taka sveitarfélög óhrædd slaginn við nágranna og íbúa þegar keyra á óvinsælt deiliskipulag í gegn. Þegar litið er yfir framkvæmd síðustu áratuga eru þau mál hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar þar sem sveitarstjórn lætur reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Það er því ekki við mörg fordæmi að styðjast þegar leggja á mat á umfang bótaskyldu sveitarfélags. Skv. almennum reglum er þó ljóst að lóðarhafa ber að sýna fram á tjón sitt og ber einnig skylda til þess að takmarka það eftir föngum. Mat á bótum getur heldur ekki eingöngu miðast við byggingarmagn heldur verður að taka tillit til allra þátta sem hafa áhrif á verðmæti viðkomandi fasteignar.
Á undanförnum misserum hafa orðið nokkrar umræður um hvort rétt sé að huga að endurskoðun lagareglna víðvíkjandi bótarétti lóðarhafa við þær aðstæður sem hér um ræðir. Slík endurskoðun má heita eðlileg í ljósi þess að sú stefna hefur í raun aldrei verið mörkuð af löggjafanum að réttur lóðarhafa eigi að vera ríkari en leiðir af eignarréttarvernd stjórnarskrár. Án tillits þessa getur það verið eðlileg krafa að eitthvert mat sé lagt á fyrirsjáanlega fjárhæð bóta andspænis vondu og úreltu skipulagi sem hrinda á í framkvæmd eða semja á um lítið breytt við lóðarhafa. Aðeins að fengnu slíku mati er hægt að taka upplýsta afstöðu til þess hvort almannahagsmunir helgi í raun og veru þá niðurstöðu að una við gerðan eða lítt breyttan hlut. Það kostar nefnilega einnig að búa til frambúðar við vont skipulag þótt sá kostnaður verði ekki alltaf metinn til peninga.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar