Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn Haraldur Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2013 06:45 Húsið á að líkjast gömlum veiðikrám sem stóðu áður við Vestmannaeyjahöfn. Mynd/Margrét Kristín Gunnarsdóttir. „Húsið verður reist á landfyllingu og svo verður stór viðarpallur í kringum það og hann mun hvíla á stólpum sem eru nú þegar komnir niður,“ segir Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari. Hann og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem selur ferðir með slöngubátum sem er siglt umhverfis Vestmannaeyjar, hafa sótt um byggingarleyfi fyrir veitinga- og þjónustuhúsi sem á að rísa á lóð fyrirtækisins í Vestmannaeyjahöfn. „Okkur langar að mynda smá stemningu niðri á bryggju og við horfum til þess hvernig mál hafa þróast á Húsavík, Siglufirði og í Reykjavík þar sem veitingastaðir og ferðaþjónusta blómstra við höfnina. Okkar hugmynd er sú að húsið verði eins og veiðikrárnar í Eyjum voru í gamla daga en þær voru byggðar á pöllum og voru staðsettar á þessum slóðum,“ segir Hilmar. Hann segir að húsið verði um 170 fermetrar að grunnfleti. „Ef byggingarleyfið verður samþykkt þá verður húsið líklega tilbúið á vormánuðum 2015. Við höfum hingað til ekki verið með neitt almennilegt húsnæði undir okkar starfsemi en við erum með lítinn gám niðri á bryggju þar sem viðskiptavinir okkar geta klætt sig í björgunarvesti og annan klæðnað. Það verður því gott að fá húsnæði þar sem þeir geta sest niður og fengið sér kaffi og aðrar veitingar.“ Spurður hvort fyrirtækið ætli í frekari fjárfestingar segir Hilmar að hann og aðrir eigendur þess ætli að láta framkvæmdina vegna veitinga- og þjónustuhússins duga að sinni. „Við ætlum ekki að kaupa fleiri báta í bili. Við byrjuðum með einn bát fyrir fjórum árum og erum búnir að vera með tvo báta í um þrjú ár. En það var minna um ferðir í sumar en árið áður því veðrið var eins og allir vita frekar slæmt. Svo vorum við stoppaðir í vor þegar Samgöngustofa stöðvaði allar okkar ferðir þar sem farþegar voru ekki í svokölluðum neyðarbjörgunarbúningum,“ segir Hilmar og undirstrikar að allir viðskiptavinir fyrirtækisins klæðist flotgöllum og björgunarvestum. „En það var bakkað með það og það mál er nú komið í góðan farveg,“ segir Hilmar. „Annað atriði sem gerði reksturinn erfiðari var að við höfum einungis heimild frá Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega en bátarnir geta borið tuttugu. Af þeim sökum þurfum við að fara fleiri ferðir til að anna eftirspurn. Það mál er allt í ferli og við viljum ekki afskrifa það að við fáum að fara með fleiri farþega í hverri ferð.“ Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Húsið verður reist á landfyllingu og svo verður stór viðarpallur í kringum það og hann mun hvíla á stólpum sem eru nú þegar komnir niður,“ segir Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari. Hann og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem selur ferðir með slöngubátum sem er siglt umhverfis Vestmannaeyjar, hafa sótt um byggingarleyfi fyrir veitinga- og þjónustuhúsi sem á að rísa á lóð fyrirtækisins í Vestmannaeyjahöfn. „Okkur langar að mynda smá stemningu niðri á bryggju og við horfum til þess hvernig mál hafa þróast á Húsavík, Siglufirði og í Reykjavík þar sem veitingastaðir og ferðaþjónusta blómstra við höfnina. Okkar hugmynd er sú að húsið verði eins og veiðikrárnar í Eyjum voru í gamla daga en þær voru byggðar á pöllum og voru staðsettar á þessum slóðum,“ segir Hilmar. Hann segir að húsið verði um 170 fermetrar að grunnfleti. „Ef byggingarleyfið verður samþykkt þá verður húsið líklega tilbúið á vormánuðum 2015. Við höfum hingað til ekki verið með neitt almennilegt húsnæði undir okkar starfsemi en við erum með lítinn gám niðri á bryggju þar sem viðskiptavinir okkar geta klætt sig í björgunarvesti og annan klæðnað. Það verður því gott að fá húsnæði þar sem þeir geta sest niður og fengið sér kaffi og aðrar veitingar.“ Spurður hvort fyrirtækið ætli í frekari fjárfestingar segir Hilmar að hann og aðrir eigendur þess ætli að láta framkvæmdina vegna veitinga- og þjónustuhússins duga að sinni. „Við ætlum ekki að kaupa fleiri báta í bili. Við byrjuðum með einn bát fyrir fjórum árum og erum búnir að vera með tvo báta í um þrjú ár. En það var minna um ferðir í sumar en árið áður því veðrið var eins og allir vita frekar slæmt. Svo vorum við stoppaðir í vor þegar Samgöngustofa stöðvaði allar okkar ferðir þar sem farþegar voru ekki í svokölluðum neyðarbjörgunarbúningum,“ segir Hilmar og undirstrikar að allir viðskiptavinir fyrirtækisins klæðist flotgöllum og björgunarvestum. „En það var bakkað með það og það mál er nú komið í góðan farveg,“ segir Hilmar. „Annað atriði sem gerði reksturinn erfiðari var að við höfum einungis heimild frá Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega en bátarnir geta borið tuttugu. Af þeim sökum þurfum við að fara fleiri ferðir til að anna eftirspurn. Það mál er allt í ferli og við viljum ekki afskrifa það að við fáum að fara með fleiri farþega í hverri ferð.“
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira