Viðskipti innlent

Ferðaskrifstofan Nazar opnar íslenska heimasíðu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Heiðrún Þórsteinsdóttir, verkefnastjóri Nazar.
Heiðrún Þórsteinsdóttir, verkefnastjóri Nazar.
Ferðaskrifstofan Nazar, sem er í eigu einnar stærstu ferðasamsteypu í heimi, TUI Travel PLC., opnar í dag íslenska heimasíðu.

„Við munum bjóða upp á ferðir til Antalya í Suður-Tyrklandi og fyrsta ferðin verður farin í maí. Ferðirnar verða eingöngu seldar á internetinu en starfsmenn okkar munu svara öllum fyrirspurnum í gegnum íslenskt símanúmer og á internetinu,“ segir Heiðrún Þórsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá fyrirtækinu.

Nazar er að hennar sögn tíu ára gömul ferðaskrifstofa með starfsemi í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi.

„Við erum með samning við flugfélag sem heitir ­Corendon Airlines og ætlum að fljúga einu sinni í viku og bjóða viku og tveggja vikna langar ferðir,“ segir Heiðrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×