Jöfnum lífskjör Halldór Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar