Styðjum Samfylkinguna Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:00 Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun