Kerfisvillan fundin hjá Gylfa Heiðar Már Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og tiltekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð. Þar á meðal hef ég barist á móti því að stjórnvöld klári nauðasamninga við vogunarsjóðina sem eiga mest af kröfum föllnu bankanna. Þar liggur stærsta hætta þjóðarbúsins um þessar mundir, og er um að tefla hagsmuni upp á hundruð milljarða króna. Það vakti fyrir mér að vara við málflutningi eins og Gylfi hefur verið með frá hruni, því tal hans um að erlend staða þjóðarbúsins hafi ekki verið betri í áratug og Ísland geti klárað nauðasamninga er byggt á misskilningi. Því miður fæ ég engin efnisleg svör frá dósentnum heldur einungis útúrsnúninga og rangfærslur. Kostuðu almenning tugi milljarða Það er staðreynd að tugir milljarða af almannafé töpuðust út af mistökum Gylfa í samningagerð við kröfuhafa Landsbankans þegar hann tók gengislán bankans yfir með samningum 15. desember 2009. Það er staðreynd að tugir milljarða töpuðust þegar Gylfi ákvað að gefa SpKef og Byr nýtt fjármagn og undanþágu frá lögum um fjármálafyrirtæki sem jók á tap almennings vegna sjóðanna. Það er einnig ljóst að mat hans á Icesave er óbreytt, svo sérkennilegt sem það kann að virðast, og hann telur að skuldir Íslands séu sjálfbærar. Orkuveita Reykjavíkur En Gylfi ákveður að taka sérstaklega fyrir OR, sem var bara eitt atriði af sex, og reyna að gera mig tortryggilegan vegna þess að ég hafði forgöngu um aðkomu sérfræðinga að skuldavanda fyrirtækisins. Hann meira að segja heldur því fram að ég hafi komið með vogunarsjóði að því máli sem muni græða milljarða, en hvort tveggja er uppspuni af hans hálfu. Því næst veltir hann fyrir sér ímyndaðri skiptingu á ímyndaðri þóknun, sem eru staðlausir stafir. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum furðulega málflutningi Gylfa en að hann kjósi að beina sjónum frá raunverulegum skuldavanda fyrirtækisins. Hvernig þessi framganga samrýmist störfum hans sem stjórnarmaður fyrirtækisins skal látið öðrum um að dæma. Veitustarfsemi og áhættufjárfestingar Það er alkunna að OR var komið langt út fyrir verksvið sitt og stundaði miklar áhættufjárfestingar og spákaupmennsku á árunum fyrir hrun. Það er raunverulegt, lagalegt álitamál hvort það fær staðist að láta viðskiptavini veitufyrirtækis með einokunarstöðu á markaði greiða fyrir lánin sem nú eru að sliga fyrirtækið og voru tekin til að fjármagna veðmálastarfsemina. Aðskilnaður OR er á undanþágu, sem rennur út á þessu ári, um að aðskilja veituþjónustu frá almennri viðskiptastarfsemi fyrirtækisins. Tilskipun ESB kveður á um þessa uppskiptingu og HS orku var skipt upp í samræmi við hana árið 2008. Það er erfitt að skilja hvers vegna það vefst fyrir Gylfa að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja skuldir og rekstur OR, m.a. út af þessu máli. Hann verður þó ekki sakaður um ósamkvæmni, því þegar litið er á þau sex atriði sem ég hef tiltekið hefur dósentinn kerfisbundið neitað að horfast í augu við veruleikann. Tjón almennings OR skuldar um 200 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa verið boðnar til sölu á markaði með allt að helmingsafslætti. Það er ótrúlegt ef Gylfa er það ekki ljóst. Vandinn felst hins vegar í því að tekjur OR eru innan við 10 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á ári. Fyrirtækið er því ekki gjaldfært í erlendri mynt heldur fer kerfisbundið inn á krónumarkaðinn og kaupir gjaldeyri, t.d. fyrir næsta 30 milljarða gjalddaga í lok apríl, sem veikir krónuna, lækkar lífskjör landsmanna og eykur á skuldabyrði hinna verðtryggðu lána. Það er engin afsökun fyrir Gylfa að líta fram hjá þessum vanda þótt hann hafi ekki viljað þiggja ráðgjöf frá þeim sérfræðingum sem ég kynnti fyrir fyrirtækinu. Um endurskipulagningu skulda Allir alþjóðlegir kröfuhafar OR hafa þurft að endursemja um útlán sín á síðustu árum. Eitt stærsta málið sem þessir aðilar tóku þátt í var Ermarsundsgöngin og þar urðu niðurfærslur lána miklar. Eftir að allar forsendur lánanna til OR brustu, út af gjaldeyrishöftum, áhættufjárfestingum sem voru þvert gegn megintilgangi starfsemi fyrirtækisins og sjónarmiðum um aðskilnað slíks rekstrar frá veituþjónustu, ætti að vera hægur vandi að færa skuldir fyrirtækisins að greiðslugetu þess, eins og markaðsverð lánanna ber með sér. Hvers vegna vill Gylfi að íslenskur almenningur beri kostnaðinn af þeim mistökum fremur en þeir sem veittu upplýst samþykki sitt fyrir þessum ákvörðunum með lánveitingum? Kerfisvillan Gylfi Magnússon skilur því miður ekki grunnatriði fjármála. Kröfuhafar fyrirtækja eiga ekki heimtingu á aðstoð ríkisvalds, þó að fyrirtækin séu í eigu sveitarfélaga. Kröfuhafar, hvort sem þeir eru vogunarsjóðir eða annars konar fjárfestar eða lánveitendur, eiga ekki rétt á því, umfram aðra, að geta gengið í gjaldeyrissjóð þjóðarinnar eða veikt krónuna kerfisbundið. Þó að Gylfi sé tilbúinn að hampa hagsmunum kröfuhafa á kostnað þjóðarinnar samrýmist það ekki fjármálafræði og engum sanngirnissjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og tiltekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð. Þar á meðal hef ég barist á móti því að stjórnvöld klári nauðasamninga við vogunarsjóðina sem eiga mest af kröfum föllnu bankanna. Þar liggur stærsta hætta þjóðarbúsins um þessar mundir, og er um að tefla hagsmuni upp á hundruð milljarða króna. Það vakti fyrir mér að vara við málflutningi eins og Gylfi hefur verið með frá hruni, því tal hans um að erlend staða þjóðarbúsins hafi ekki verið betri í áratug og Ísland geti klárað nauðasamninga er byggt á misskilningi. Því miður fæ ég engin efnisleg svör frá dósentnum heldur einungis útúrsnúninga og rangfærslur. Kostuðu almenning tugi milljarða Það er staðreynd að tugir milljarða af almannafé töpuðust út af mistökum Gylfa í samningagerð við kröfuhafa Landsbankans þegar hann tók gengislán bankans yfir með samningum 15. desember 2009. Það er staðreynd að tugir milljarða töpuðust þegar Gylfi ákvað að gefa SpKef og Byr nýtt fjármagn og undanþágu frá lögum um fjármálafyrirtæki sem jók á tap almennings vegna sjóðanna. Það er einnig ljóst að mat hans á Icesave er óbreytt, svo sérkennilegt sem það kann að virðast, og hann telur að skuldir Íslands séu sjálfbærar. Orkuveita Reykjavíkur En Gylfi ákveður að taka sérstaklega fyrir OR, sem var bara eitt atriði af sex, og reyna að gera mig tortryggilegan vegna þess að ég hafði forgöngu um aðkomu sérfræðinga að skuldavanda fyrirtækisins. Hann meira að segja heldur því fram að ég hafi komið með vogunarsjóði að því máli sem muni græða milljarða, en hvort tveggja er uppspuni af hans hálfu. Því næst veltir hann fyrir sér ímyndaðri skiptingu á ímyndaðri þóknun, sem eru staðlausir stafir. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum furðulega málflutningi Gylfa en að hann kjósi að beina sjónum frá raunverulegum skuldavanda fyrirtækisins. Hvernig þessi framganga samrýmist störfum hans sem stjórnarmaður fyrirtækisins skal látið öðrum um að dæma. Veitustarfsemi og áhættufjárfestingar Það er alkunna að OR var komið langt út fyrir verksvið sitt og stundaði miklar áhættufjárfestingar og spákaupmennsku á árunum fyrir hrun. Það er raunverulegt, lagalegt álitamál hvort það fær staðist að láta viðskiptavini veitufyrirtækis með einokunarstöðu á markaði greiða fyrir lánin sem nú eru að sliga fyrirtækið og voru tekin til að fjármagna veðmálastarfsemina. Aðskilnaður OR er á undanþágu, sem rennur út á þessu ári, um að aðskilja veituþjónustu frá almennri viðskiptastarfsemi fyrirtækisins. Tilskipun ESB kveður á um þessa uppskiptingu og HS orku var skipt upp í samræmi við hana árið 2008. Það er erfitt að skilja hvers vegna það vefst fyrir Gylfa að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja skuldir og rekstur OR, m.a. út af þessu máli. Hann verður þó ekki sakaður um ósamkvæmni, því þegar litið er á þau sex atriði sem ég hef tiltekið hefur dósentinn kerfisbundið neitað að horfast í augu við veruleikann. Tjón almennings OR skuldar um 200 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa verið boðnar til sölu á markaði með allt að helmingsafslætti. Það er ótrúlegt ef Gylfa er það ekki ljóst. Vandinn felst hins vegar í því að tekjur OR eru innan við 10 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á ári. Fyrirtækið er því ekki gjaldfært í erlendri mynt heldur fer kerfisbundið inn á krónumarkaðinn og kaupir gjaldeyri, t.d. fyrir næsta 30 milljarða gjalddaga í lok apríl, sem veikir krónuna, lækkar lífskjör landsmanna og eykur á skuldabyrði hinna verðtryggðu lána. Það er engin afsökun fyrir Gylfa að líta fram hjá þessum vanda þótt hann hafi ekki viljað þiggja ráðgjöf frá þeim sérfræðingum sem ég kynnti fyrir fyrirtækinu. Um endurskipulagningu skulda Allir alþjóðlegir kröfuhafar OR hafa þurft að endursemja um útlán sín á síðustu árum. Eitt stærsta málið sem þessir aðilar tóku þátt í var Ermarsundsgöngin og þar urðu niðurfærslur lána miklar. Eftir að allar forsendur lánanna til OR brustu, út af gjaldeyrishöftum, áhættufjárfestingum sem voru þvert gegn megintilgangi starfsemi fyrirtækisins og sjónarmiðum um aðskilnað slíks rekstrar frá veituþjónustu, ætti að vera hægur vandi að færa skuldir fyrirtækisins að greiðslugetu þess, eins og markaðsverð lánanna ber með sér. Hvers vegna vill Gylfi að íslenskur almenningur beri kostnaðinn af þeim mistökum fremur en þeir sem veittu upplýst samþykki sitt fyrir þessum ákvörðunum með lánveitingum? Kerfisvillan Gylfi Magnússon skilur því miður ekki grunnatriði fjármála. Kröfuhafar fyrirtækja eiga ekki heimtingu á aðstoð ríkisvalds, þó að fyrirtækin séu í eigu sveitarfélaga. Kröfuhafar, hvort sem þeir eru vogunarsjóðir eða annars konar fjárfestar eða lánveitendur, eiga ekki rétt á því, umfram aðra, að geta gengið í gjaldeyrissjóð þjóðarinnar eða veikt krónuna kerfisbundið. Þó að Gylfi sé tilbúinn að hampa hagsmunum kröfuhafa á kostnað þjóðarinnar samrýmist það ekki fjármálafræði og engum sanngirnissjónarmiðum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun