Gera kvikmynd eftir Húsi Stefáns Mána Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. júní 2013 09:00 Hér eru þeir Sigurjón Kjartansson og Magnús Viðar Sigurðsson hjá RVK Studios með höfundinn Stefán Mána Sigþórsson á milli sín fyrir framan húsið innst í Kollafirði sem var fyrirmynd hússins í skáldsögunni Húsið. „Ég treysti þessum mönnum fullkomlega fyrir verkinu enda hoknir af reynslu,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem hefur skrifað undir samning við RVK Studios um kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Húsið sem kom út á síðasta ári. RVK Studios er nýtt framleiðslufyrirtæki sem er stofnað af Baltasar Kormáki, Magnúsi Viðari Sigurðssyni og Sigurjóni Kjartanssyni. Þeir eru meðal annars framleiðendur nýrra teiknimyndaþátta Hugleiks Dagssonar sem verða frumsýndir á RÚV í haust ásamt því að halda utan um framleiðslu á sjónvarpsþáttaseríunni Ófærð, sem verður stærsta og dýrasta sjónvarpsframleiðsluverkefni á Íslandi hingað til. Húsið yrði önnur skáldsagan eftir Stefán Mána sem ratar á hvíta tjaldið en Svartur á leik var sýnd á síðasta ári við góðan orðstír. Stefán segir þá vera að stefna á árið 2015 fyrir Húsið og jafnvel sjónvarpsþætti í kjölfarið. „Það er mikilvægt í svona samningaviðræðum að velja rétta fólkið og mér leist vel á þá. Það tók Svartan á leik sjö ár að komast á hvíta tjaldið,“ segir Stefán Máni en Sigurjón mun sjá um að skrifa handritið að verkinu. „Sigurjón er með mjög sterka sýn á verkið og kappsfullur um að gera þetta vel.“ Stefán fær að vera með puttana í verkinu, lesa handritið yfir og koma með sínar skoðanir. „Svo finnst mér gaman að fylgjast með á tökustað. Gerði það síðast þegar ég gat. Það er líf og fjör enda getur verið einmanalegt að vera alltaf heima fyrir framan tölvuna.“Framhald í bígerð Stefán Máni er þessa dagana að vinna í nýrri bók sem á að koma út í haust. Um er að ræða glæpasögu sem verður eins konar framhald af Húsinu. „Maður verður að halda þessu gangandi enda lifibrauðið. Þessi bók verður þó ekki með offituvandamál eins og Húsið. Hún verður nær bókinni Skipið að lengd,“ segir Stefán Máni. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Ég treysti þessum mönnum fullkomlega fyrir verkinu enda hoknir af reynslu,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem hefur skrifað undir samning við RVK Studios um kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Húsið sem kom út á síðasta ári. RVK Studios er nýtt framleiðslufyrirtæki sem er stofnað af Baltasar Kormáki, Magnúsi Viðari Sigurðssyni og Sigurjóni Kjartanssyni. Þeir eru meðal annars framleiðendur nýrra teiknimyndaþátta Hugleiks Dagssonar sem verða frumsýndir á RÚV í haust ásamt því að halda utan um framleiðslu á sjónvarpsþáttaseríunni Ófærð, sem verður stærsta og dýrasta sjónvarpsframleiðsluverkefni á Íslandi hingað til. Húsið yrði önnur skáldsagan eftir Stefán Mána sem ratar á hvíta tjaldið en Svartur á leik var sýnd á síðasta ári við góðan orðstír. Stefán segir þá vera að stefna á árið 2015 fyrir Húsið og jafnvel sjónvarpsþætti í kjölfarið. „Það er mikilvægt í svona samningaviðræðum að velja rétta fólkið og mér leist vel á þá. Það tók Svartan á leik sjö ár að komast á hvíta tjaldið,“ segir Stefán Máni en Sigurjón mun sjá um að skrifa handritið að verkinu. „Sigurjón er með mjög sterka sýn á verkið og kappsfullur um að gera þetta vel.“ Stefán fær að vera með puttana í verkinu, lesa handritið yfir og koma með sínar skoðanir. „Svo finnst mér gaman að fylgjast með á tökustað. Gerði það síðast þegar ég gat. Það er líf og fjör enda getur verið einmanalegt að vera alltaf heima fyrir framan tölvuna.“Framhald í bígerð Stefán Máni er þessa dagana að vinna í nýrri bók sem á að koma út í haust. Um er að ræða glæpasögu sem verður eins konar framhald af Húsinu. „Maður verður að halda þessu gangandi enda lifibrauðið. Þessi bók verður þó ekki með offituvandamál eins og Húsið. Hún verður nær bókinni Skipið að lengd,“ segir Stefán Máni.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira