Glitnismaður ákærður fyrir innherjasvik Stígur Helgason skrifar 5. september 2013 07:00 Erlendur Magnússon. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008. Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008.
Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent