Glitnismaður ákærður fyrir innherjasvik Stígur Helgason skrifar 5. september 2013 07:00 Erlendur Magnússon. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent