Innlent

Rafn Steingrímsson gefur kost á sér í 4.-5. sæti

Rafn Steingrímsson gefur kost á sér í 4.-5. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Rafn er 25 ára gamall og starfar við vefhönnun og forritun.

Hann hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins og er nú annar varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

„Það sem ég legg áherslu á eru lægri skattar og álögur á íbúa Reykjavíkur, þétting byggðar, meiri skilvirkni og hagkvæmni í rekstri borgarinnar og aukið valfrelsi í samgöngumálum,“ segir Rafn í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×