Lífið

Hiddleston hermir eftir Svinku

Leikarinn Tom Hiddleston getur brugðið sér í hlutverk prúðuleikaranna Svinku og Kermits.
Leikarinn Tom Hiddleston getur brugðið sér í hlutverk prúðuleikaranna Svinku og Kermits. Nordicphotos/getty
Leikarinn Tom Hiddleston bregður sér í hlutverk prúðuleikaranna Svinku og Kermits í nýju viðtali við Shortlist Mag.

Leikarinn fer með hlutverk í kvikmyndinni Muppets Most Wanted og segir Kermit vera mikinn ljúfling sem að auðvelt sé að vinna með.

„Hann er ljúflingur og alls engin díva – hann þarf ekki margar tökur. Ég fékk stjörnur í augun þegar vann með honum, þegar ég hitti hann fyrst gleymdi ég nánast öllum línunum mínum því ég hugsaði bara: Ég er að leika á móti Kermit. Ég hef náð toppnum“,“ sagði leikarinn.

Hér að neðan má hlusta á eftirhermu Hiddleston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.