Jovan fær eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 10:22 Jovan Zdravevski. Mynd/Valli Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér. Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira