Hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang hefur vakið mikla athygli á Mastersmótinu en hann er yngsti keppandi sögunnar á þessu fornfræga móti. Kínverski táningurinn kláraði annan hringinn á Masters-mótinu á þremur höggum yfir pari og er nú á fjórum höggum yfir eftir 36 holur.
Guan Tianlang fékk eitt högg í refsingu á 17. holu í dag fyrir að spila of hægt. Þetta refsihögg gæti reynst dýrkeypt því strákurinn er tæpur að ná niðurskurðinum.
Þetta er í fyrsta sinn sem kylfingur hefur fengið svona refsingu á PGA-móti frá árinu 1995 þegar Glen Day fékk eitt högg í refsingu á Honda Classic mótinu.
Strákurinn spilaði of hægt og fékk refsihögg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn