Vöndum okkur í umræðunni um einelti Ragnar Þorsteinsson skrifar 26. september 2013 06:00 Undanfarin kvöld hefur Stöð 2 fjallað um ofbeldi og harðræði í íslenskum grunnskólum. Umfjöllunin hefur verið óvægin og órökstuddar fullyrðingar settar fram. Þá hafa meintir atburðir verið sviðsettir og börn notuð sem leikarar.Rétt skal vera rétt Mér brá við að heyra hugsjónamanninn Stefán Karl Stefánsson, stofnanda og formann Regnbogabarna, halda því blákalt fram að vanræksla og ofbeldi í íslensku skólakerfi sé svo algeng að brotið sé á börnum á hverjum degi, bannað sé að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé það þaggað niður. Þetta eru þung orð. Stefán heldur því einnig fram að engar tölur séu til um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólum og að viðbrögð í slíkum málum virðist tilviljanakennd. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru öll ágreiningsmál foreldra og skóla sem þangað berast skráð og unnið með þau samkvæmt skýru verklagi í samstarfi við sérfræðiþjónustu skóla og barnaverndar. Mikill metnaður og alúð er lögð í að leysa mál í sátt og engum málum er vísað frá eða stungið undir stól. Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.Óháð rannsókn mun fara fram Upphaf umfjöllunar Stöðvar 2 um ofbeldi í grunnskólum má rekja til sorglegs máls sem upp kom í Vesturbæjarskóla í Reykjavík þar sem tiltekinn kennari er ásakaður um ofbeldi og harðræði gagnvart einstökum nemendum. Svo alvarlegar ásakanir er hvorki hægt að umbera né hunsa og hefur verið óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að þær verði kannaðar á grundvelli barnaverndarlaga. Í upphafi skólaárs óskaði skólastjóri eftir því að óháð rannsókn færi fram á meintu ofbeldi kennarans og að jafnframt yrði skoðuð sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt í málinu í eitt og hálft ár. Á grundvelli þessa hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál. Á meðan rannsókn stendur yfir mun umræddur kennari vera í leyfi frá störfum.Baráttan heldur áfram Í Vesturbæjarskóla er unnið gott faglegt starf. Kannanir skóla- og frístundasviðs frá því í byrjun árs sýna að 97% foreldra telja kennara skólans vera hæfa og metnaðarfulla og 94% foreldra telja að skólinn mennti nemendur vel. Námsárangur þeirra er mjög góður. Einelti mælist marktækt minna í skólanum en að meðaltali í reykvískum grunnskólum og hefur minnkað til muna frá mælingu fyrir þremur árum. Í skólanum mælist hæsta hlutfall ánægðra foreldra í grunnskólum Reykjavíkur með úrvinnslu eineltismála. Níu af tíu foreldrum barna sem orðið höfðu fyrir einelti árið 2013 voru ánægð með úrvinnslu skólans í málinu. Það er okkur skólafólki hvatning að staðfest er ár eftir ár í foreldrakönnunum, í Skólapúlsinum og í Olweusaráætluninni að sífellt dregur úr einelti í grunnskólum borgarinnar. Baráttan heldur áfram. Til viðbótar við aðrar eineltisáætlanir skólanna hefur skóla- og frístundasvið innleitt verkefnið Vinsamlegt samfélag þar sem hugmyndafræði og vinnubrögð menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis eru höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið þess er að leiða betur saman alla sem starfa með börnum og ungmennum í borginni, hvort í skóla- eða frístundastarfi. Engin mál eru jafn viðkvæm og flókin og erfið eineltismál. Oft upplifa starfsfólk, foreldrar og börn sig vanmáttug. Þá reynir á alla í skólasamfélaginu að vinna faglega og málefnalega að úrlausn, börnunum til heilla. Gífuryrði og órökstuddar yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær beinlínis vinna gegn hagsmunum þolenda. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem einelti er og standa saman um velferð barna og ungmenna. Þannig náum við bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Undanfarin kvöld hefur Stöð 2 fjallað um ofbeldi og harðræði í íslenskum grunnskólum. Umfjöllunin hefur verið óvægin og órökstuddar fullyrðingar settar fram. Þá hafa meintir atburðir verið sviðsettir og börn notuð sem leikarar.Rétt skal vera rétt Mér brá við að heyra hugsjónamanninn Stefán Karl Stefánsson, stofnanda og formann Regnbogabarna, halda því blákalt fram að vanræksla og ofbeldi í íslensku skólakerfi sé svo algeng að brotið sé á börnum á hverjum degi, bannað sé að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé það þaggað niður. Þetta eru þung orð. Stefán heldur því einnig fram að engar tölur séu til um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólum og að viðbrögð í slíkum málum virðist tilviljanakennd. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru öll ágreiningsmál foreldra og skóla sem þangað berast skráð og unnið með þau samkvæmt skýru verklagi í samstarfi við sérfræðiþjónustu skóla og barnaverndar. Mikill metnaður og alúð er lögð í að leysa mál í sátt og engum málum er vísað frá eða stungið undir stól. Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.Óháð rannsókn mun fara fram Upphaf umfjöllunar Stöðvar 2 um ofbeldi í grunnskólum má rekja til sorglegs máls sem upp kom í Vesturbæjarskóla í Reykjavík þar sem tiltekinn kennari er ásakaður um ofbeldi og harðræði gagnvart einstökum nemendum. Svo alvarlegar ásakanir er hvorki hægt að umbera né hunsa og hefur verið óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að þær verði kannaðar á grundvelli barnaverndarlaga. Í upphafi skólaárs óskaði skólastjóri eftir því að óháð rannsókn færi fram á meintu ofbeldi kennarans og að jafnframt yrði skoðuð sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt í málinu í eitt og hálft ár. Á grundvelli þessa hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál. Á meðan rannsókn stendur yfir mun umræddur kennari vera í leyfi frá störfum.Baráttan heldur áfram Í Vesturbæjarskóla er unnið gott faglegt starf. Kannanir skóla- og frístundasviðs frá því í byrjun árs sýna að 97% foreldra telja kennara skólans vera hæfa og metnaðarfulla og 94% foreldra telja að skólinn mennti nemendur vel. Námsárangur þeirra er mjög góður. Einelti mælist marktækt minna í skólanum en að meðaltali í reykvískum grunnskólum og hefur minnkað til muna frá mælingu fyrir þremur árum. Í skólanum mælist hæsta hlutfall ánægðra foreldra í grunnskólum Reykjavíkur með úrvinnslu eineltismála. Níu af tíu foreldrum barna sem orðið höfðu fyrir einelti árið 2013 voru ánægð með úrvinnslu skólans í málinu. Það er okkur skólafólki hvatning að staðfest er ár eftir ár í foreldrakönnunum, í Skólapúlsinum og í Olweusaráætluninni að sífellt dregur úr einelti í grunnskólum borgarinnar. Baráttan heldur áfram. Til viðbótar við aðrar eineltisáætlanir skólanna hefur skóla- og frístundasvið innleitt verkefnið Vinsamlegt samfélag þar sem hugmyndafræði og vinnubrögð menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis eru höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið þess er að leiða betur saman alla sem starfa með börnum og ungmennum í borginni, hvort í skóla- eða frístundastarfi. Engin mál eru jafn viðkvæm og flókin og erfið eineltismál. Oft upplifa starfsfólk, foreldrar og börn sig vanmáttug. Þá reynir á alla í skólasamfélaginu að vinna faglega og málefnalega að úrlausn, börnunum til heilla. Gífuryrði og órökstuddar yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær beinlínis vinna gegn hagsmunum þolenda. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem einelti er og standa saman um velferð barna og ungmenna. Þannig náum við bestum árangri.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun