Vöndum okkur í umræðunni um einelti Ragnar Þorsteinsson skrifar 26. september 2013 06:00 Undanfarin kvöld hefur Stöð 2 fjallað um ofbeldi og harðræði í íslenskum grunnskólum. Umfjöllunin hefur verið óvægin og órökstuddar fullyrðingar settar fram. Þá hafa meintir atburðir verið sviðsettir og börn notuð sem leikarar.Rétt skal vera rétt Mér brá við að heyra hugsjónamanninn Stefán Karl Stefánsson, stofnanda og formann Regnbogabarna, halda því blákalt fram að vanræksla og ofbeldi í íslensku skólakerfi sé svo algeng að brotið sé á börnum á hverjum degi, bannað sé að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé það þaggað niður. Þetta eru þung orð. Stefán heldur því einnig fram að engar tölur séu til um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólum og að viðbrögð í slíkum málum virðist tilviljanakennd. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru öll ágreiningsmál foreldra og skóla sem þangað berast skráð og unnið með þau samkvæmt skýru verklagi í samstarfi við sérfræðiþjónustu skóla og barnaverndar. Mikill metnaður og alúð er lögð í að leysa mál í sátt og engum málum er vísað frá eða stungið undir stól. Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.Óháð rannsókn mun fara fram Upphaf umfjöllunar Stöðvar 2 um ofbeldi í grunnskólum má rekja til sorglegs máls sem upp kom í Vesturbæjarskóla í Reykjavík þar sem tiltekinn kennari er ásakaður um ofbeldi og harðræði gagnvart einstökum nemendum. Svo alvarlegar ásakanir er hvorki hægt að umbera né hunsa og hefur verið óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að þær verði kannaðar á grundvelli barnaverndarlaga. Í upphafi skólaárs óskaði skólastjóri eftir því að óháð rannsókn færi fram á meintu ofbeldi kennarans og að jafnframt yrði skoðuð sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt í málinu í eitt og hálft ár. Á grundvelli þessa hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál. Á meðan rannsókn stendur yfir mun umræddur kennari vera í leyfi frá störfum.Baráttan heldur áfram Í Vesturbæjarskóla er unnið gott faglegt starf. Kannanir skóla- og frístundasviðs frá því í byrjun árs sýna að 97% foreldra telja kennara skólans vera hæfa og metnaðarfulla og 94% foreldra telja að skólinn mennti nemendur vel. Námsárangur þeirra er mjög góður. Einelti mælist marktækt minna í skólanum en að meðaltali í reykvískum grunnskólum og hefur minnkað til muna frá mælingu fyrir þremur árum. Í skólanum mælist hæsta hlutfall ánægðra foreldra í grunnskólum Reykjavíkur með úrvinnslu eineltismála. Níu af tíu foreldrum barna sem orðið höfðu fyrir einelti árið 2013 voru ánægð með úrvinnslu skólans í málinu. Það er okkur skólafólki hvatning að staðfest er ár eftir ár í foreldrakönnunum, í Skólapúlsinum og í Olweusaráætluninni að sífellt dregur úr einelti í grunnskólum borgarinnar. Baráttan heldur áfram. Til viðbótar við aðrar eineltisáætlanir skólanna hefur skóla- og frístundasvið innleitt verkefnið Vinsamlegt samfélag þar sem hugmyndafræði og vinnubrögð menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis eru höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið þess er að leiða betur saman alla sem starfa með börnum og ungmennum í borginni, hvort í skóla- eða frístundastarfi. Engin mál eru jafn viðkvæm og flókin og erfið eineltismál. Oft upplifa starfsfólk, foreldrar og börn sig vanmáttug. Þá reynir á alla í skólasamfélaginu að vinna faglega og málefnalega að úrlausn, börnunum til heilla. Gífuryrði og órökstuddar yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær beinlínis vinna gegn hagsmunum þolenda. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem einelti er og standa saman um velferð barna og ungmenna. Þannig náum við bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin kvöld hefur Stöð 2 fjallað um ofbeldi og harðræði í íslenskum grunnskólum. Umfjöllunin hefur verið óvægin og órökstuddar fullyrðingar settar fram. Þá hafa meintir atburðir verið sviðsettir og börn notuð sem leikarar.Rétt skal vera rétt Mér brá við að heyra hugsjónamanninn Stefán Karl Stefánsson, stofnanda og formann Regnbogabarna, halda því blákalt fram að vanræksla og ofbeldi í íslensku skólakerfi sé svo algeng að brotið sé á börnum á hverjum degi, bannað sé að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé það þaggað niður. Þetta eru þung orð. Stefán heldur því einnig fram að engar tölur séu til um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólum og að viðbrögð í slíkum málum virðist tilviljanakennd. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru öll ágreiningsmál foreldra og skóla sem þangað berast skráð og unnið með þau samkvæmt skýru verklagi í samstarfi við sérfræðiþjónustu skóla og barnaverndar. Mikill metnaður og alúð er lögð í að leysa mál í sátt og engum málum er vísað frá eða stungið undir stól. Það er því ábyrgðarhluti þegar einstaklingar sem eru málsmetandi í jafn alvarlegum málum og ofbeldi gegn börnum koma fram með svo órökstuddar fullyrðingar. Slíkur málflutningur er ekki til þess fallinn að uppeldissamfélag barna og ungmenna taki saman höndum og vinni gegn því meini sem einelti er. Hann er fremur til þess fallinn að grafa undan trausti milli foreldra og skóla, búa til sökudólga og særa stolt og fagmennsku þeirra sem helgað hafa sig því mikilvæga starfi að kenna börnum og ungmennum.Óháð rannsókn mun fara fram Upphaf umfjöllunar Stöðvar 2 um ofbeldi í grunnskólum má rekja til sorglegs máls sem upp kom í Vesturbæjarskóla í Reykjavík þar sem tiltekinn kennari er ásakaður um ofbeldi og harðræði gagnvart einstökum nemendum. Svo alvarlegar ásakanir er hvorki hægt að umbera né hunsa og hefur verið óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að þær verði kannaðar á grundvelli barnaverndarlaga. Í upphafi skólaárs óskaði skólastjóri eftir því að óháð rannsókn færi fram á meintu ofbeldi kennarans og að jafnframt yrði skoðuð sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt í málinu í eitt og hálft ár. Á grundvelli þessa hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál. Á meðan rannsókn stendur yfir mun umræddur kennari vera í leyfi frá störfum.Baráttan heldur áfram Í Vesturbæjarskóla er unnið gott faglegt starf. Kannanir skóla- og frístundasviðs frá því í byrjun árs sýna að 97% foreldra telja kennara skólans vera hæfa og metnaðarfulla og 94% foreldra telja að skólinn mennti nemendur vel. Námsárangur þeirra er mjög góður. Einelti mælist marktækt minna í skólanum en að meðaltali í reykvískum grunnskólum og hefur minnkað til muna frá mælingu fyrir þremur árum. Í skólanum mælist hæsta hlutfall ánægðra foreldra í grunnskólum Reykjavíkur með úrvinnslu eineltismála. Níu af tíu foreldrum barna sem orðið höfðu fyrir einelti árið 2013 voru ánægð með úrvinnslu skólans í málinu. Það er okkur skólafólki hvatning að staðfest er ár eftir ár í foreldrakönnunum, í Skólapúlsinum og í Olweusaráætluninni að sífellt dregur úr einelti í grunnskólum borgarinnar. Baráttan heldur áfram. Til viðbótar við aðrar eineltisáætlanir skólanna hefur skóla- og frístundasvið innleitt verkefnið Vinsamlegt samfélag þar sem hugmyndafræði og vinnubrögð menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis eru höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið þess er að leiða betur saman alla sem starfa með börnum og ungmennum í borginni, hvort í skóla- eða frístundastarfi. Engin mál eru jafn viðkvæm og flókin og erfið eineltismál. Oft upplifa starfsfólk, foreldrar og börn sig vanmáttug. Þá reynir á alla í skólasamfélaginu að vinna faglega og málefnalega að úrlausn, börnunum til heilla. Gífuryrði og órökstuddar yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær beinlínis vinna gegn hagsmunum þolenda. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem einelti er og standa saman um velferð barna og ungmenna. Þannig náum við bestum árangri.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar