Ef þú ert kona skaltu lesa þetta Ellý Ármanns skrifar 26. júní 2013 11:15 Mjöll Jónsdóttir skrifar áhugaverðan pistil um það sem allar konur ættu að vita um hjartasjúkdóma. Við birtum hér hluta af pistli sem ber yfirskriftina „Hjartaheilsa kvenna, mikilvægar upplýsingar fyrir allar konur" eftir Mjöll Jónsdóttur sálfræðing af vefnum Hjartalíf.is sem allar konur ættu að gefa sér tíma til að lesa.Kvöldið fyrir kvennréttindadaginn sat ég í fyrirlestrasal Hilton Nordica Hotel við Suðurlandsbraut og hlustaði á bandarískan hjartalækni fjalla um hjartaheilsu kvenna og forvarnir gegn hjartasjúkdómum.Barbara H. Roberts heitir hún snillingurinn, myndarkona á besta aldri, þrælreynd í faginu og hefur síðan 2002 stýrt sérstakri hjartadeild fyrir konur á Miriam Hospital, Rhode Island ásamt því að sinna starfi klínísks aðstoðarprófessors í læknadeild Alpert Medical School í Brown University. Starfsferli sínum hefur hún helgað forvörnum, greiningu og meðferð hjartasjúkdóma meðal kvenna og því mikill fengur að því að fá slíkan viskubrunn til að fræða okkur hin sem minna vitum.Áhugaverður fyrirlestur Ég hlustaði á fyrirlesturinn af miklum áhuga. Það var óendanlega margt áhugavert sem þar kom fram, sumt sem ég vissi fyrir og annað ekki. Það er auðvitað erfitt að gera grein fyrir svo innihaldsríkum fyrirlestri í pistli án þess að hann verði mjög langur en mig langar segja ykkur frá nokkrum hlutum sem mér fundust áhugaverðir og höfðu áhrif á mig.Barbara H. Roberts.Einkenni kvenna geta verið önnur en karla Mikilvægustu skilaboðin eru að einkenni kvenna þegar þær fá hjartaáfall geta verið önnur en einkenni karla. Konur geta auðvitað fengið hin þekktu einkenni eins og mjög slæman brjóstverk, svita og gríðarlega mæði en þær eru líklegri til að finna ekki þennan mikla brjóstverk sem karlar almennt fá heldur ógleði, verk í kjálka, baki, öxlum. Verk í maga og hálsi og jafnvel finna bara fyrir mikilli mæði og þreytu. Hin dæmigerða lýsing á hjartaáfalli á ekki endilega við þegar um er að ræða konu. Því miður vita þetta ekki allir enda hefur það sýnt sig að konur leita læknis seinna en karlar þegar þær veikjast, þær þurfa að bíða lengur eftir meðferð þegar þær koma á spítala og eru líklegri en karlmenn til að deyja af veikindum sínum en þær veikjast líka að meðaltali 10 árum seinna en karlar.Tími skiptir sköpum Tími skiptir sköpum þegar kemur að því að bjarga heilsu og lífi við hjartaáfall og því mikilvægt að taka verki og óþægindi alvarlega sem ekki kannski allir vissu að gætu verið einkenni frá hjarta. Eitt af því sem kom mér á óvart í fyrirlestri Dr. Roberts um ólíkt eðli hjartasjúkdóma kvenna og karla var þegar hún sagði konur líklegri en karla til að fá hjartaverk í hvíld og á meðan þær sofa. Hér áður hafði manni alltaf verið sagt að hjartaverkur kæmi við álag og áreynslu, þess vegna færum við í áreynslupróf t.d. þegar verið væri að leita eftir einkennum hjartasjúkdóma. Svona eftir á að hyggja þá velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið rannsakað hvort áreynslupróf sé þá rétta skimunartækið fyrir konur, eða hvort eitthvað annað sé mögulega betra? Ég veit það ekki og hún ræddi það ekkert hversu mikið það hefur verið rannsakað á konum. En hún sagði að konur væru líka líklegri til að fá brjóstverk við tilfinningalega eða andlega streitu.Góða kólesterólið það mikilvæga fyrir konur Það kom mér svo mikið á óvart þegar Dr. Roberts sagði, ólíkt öllu sem ég hef áður heyrt, að hátt LDL spái minna fyrir um hjartasjúkdóma hjá konum en körlum en að lágt HDL sé það sem best spái fyrir um hjartasjúkdóma kvenna. Þessu er því eiginlega öfugt farið miðað við það sem manni hefur alltaf verið sagt og eru merkilegar fréttir. Þetta snýst ekki allt um vonda kólesterólið eins og hún sagði. Reyndar kannski enn merkilegra, þá sagði hún jafnframt að ekki hefði verið í einni einustu rannsókn sýnt fram á að það minnkaði áhættu kvenna á hjartasjúkdómum eða fækkaði dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma meðal kvenna ef þær fengju kólesteról lækkandi lyf sem fyrirbyggjandi meðferð áður en þær þróuðu með sér hjartasjúkdóma. Það væru einhver merki um fyrirbyggjandi gagnsemi fyrir karla en engin fyrir konur.Niðurstaðan Niðurstaða Dr. Roberts var mjög einföld um hvernig við ættum að bregðast við: Ef þú reykir, hættu þá. Ef þú ert með hátt kólesteról, náðu því þá niður og hækkaðu það góða. Ef þú ert með háan blóðþrýsting, náðu honum þá niður. Ef þú ert með háan blóðsykur, náðu honum þá niður. Ef þú ert þung, náðu vigtinni niður. Gerðu meðal erfiðar líkamsæfingar í 30 mínútur á dag. Borðaðu hollan mat.Heilbrigður lífsstíll Heilbrigður lífsstíll er svarið Það besta sem við getum gert til að sporna gegn hjartasjúkdómum kvenna er heilbrigður lífsstíll. Við höfum valdið í okkar höndum því sama hvað við erfum eða hvaða áhættuþætti við búum við þá er það hegðun okkar sem stjórnar heilsufari okkar. Eins og hún orðaði það „genin hlaða byssuna en það er umhverfið sem tekur í gikkinn“. Við þurfum bara að horfast í augu við áhættuþætti okkar, skoða söguna okkar og hvernig fólki í okkar fjölskyldu hefur reitt af og bregðast við í samhengi við það. Mjöll Jónsdóttir Sálfræðingur og hjartamaki Lestu pistilinn í heild hér (Hjartalíf.is). Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Við birtum hér hluta af pistli sem ber yfirskriftina „Hjartaheilsa kvenna, mikilvægar upplýsingar fyrir allar konur" eftir Mjöll Jónsdóttur sálfræðing af vefnum Hjartalíf.is sem allar konur ættu að gefa sér tíma til að lesa.Kvöldið fyrir kvennréttindadaginn sat ég í fyrirlestrasal Hilton Nordica Hotel við Suðurlandsbraut og hlustaði á bandarískan hjartalækni fjalla um hjartaheilsu kvenna og forvarnir gegn hjartasjúkdómum.Barbara H. Roberts heitir hún snillingurinn, myndarkona á besta aldri, þrælreynd í faginu og hefur síðan 2002 stýrt sérstakri hjartadeild fyrir konur á Miriam Hospital, Rhode Island ásamt því að sinna starfi klínísks aðstoðarprófessors í læknadeild Alpert Medical School í Brown University. Starfsferli sínum hefur hún helgað forvörnum, greiningu og meðferð hjartasjúkdóma meðal kvenna og því mikill fengur að því að fá slíkan viskubrunn til að fræða okkur hin sem minna vitum.Áhugaverður fyrirlestur Ég hlustaði á fyrirlesturinn af miklum áhuga. Það var óendanlega margt áhugavert sem þar kom fram, sumt sem ég vissi fyrir og annað ekki. Það er auðvitað erfitt að gera grein fyrir svo innihaldsríkum fyrirlestri í pistli án þess að hann verði mjög langur en mig langar segja ykkur frá nokkrum hlutum sem mér fundust áhugaverðir og höfðu áhrif á mig.Barbara H. Roberts.Einkenni kvenna geta verið önnur en karla Mikilvægustu skilaboðin eru að einkenni kvenna þegar þær fá hjartaáfall geta verið önnur en einkenni karla. Konur geta auðvitað fengið hin þekktu einkenni eins og mjög slæman brjóstverk, svita og gríðarlega mæði en þær eru líklegri til að finna ekki þennan mikla brjóstverk sem karlar almennt fá heldur ógleði, verk í kjálka, baki, öxlum. Verk í maga og hálsi og jafnvel finna bara fyrir mikilli mæði og þreytu. Hin dæmigerða lýsing á hjartaáfalli á ekki endilega við þegar um er að ræða konu. Því miður vita þetta ekki allir enda hefur það sýnt sig að konur leita læknis seinna en karlar þegar þær veikjast, þær þurfa að bíða lengur eftir meðferð þegar þær koma á spítala og eru líklegri en karlmenn til að deyja af veikindum sínum en þær veikjast líka að meðaltali 10 árum seinna en karlar.Tími skiptir sköpum Tími skiptir sköpum þegar kemur að því að bjarga heilsu og lífi við hjartaáfall og því mikilvægt að taka verki og óþægindi alvarlega sem ekki kannski allir vissu að gætu verið einkenni frá hjarta. Eitt af því sem kom mér á óvart í fyrirlestri Dr. Roberts um ólíkt eðli hjartasjúkdóma kvenna og karla var þegar hún sagði konur líklegri en karla til að fá hjartaverk í hvíld og á meðan þær sofa. Hér áður hafði manni alltaf verið sagt að hjartaverkur kæmi við álag og áreynslu, þess vegna færum við í áreynslupróf t.d. þegar verið væri að leita eftir einkennum hjartasjúkdóma. Svona eftir á að hyggja þá velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið rannsakað hvort áreynslupróf sé þá rétta skimunartækið fyrir konur, eða hvort eitthvað annað sé mögulega betra? Ég veit það ekki og hún ræddi það ekkert hversu mikið það hefur verið rannsakað á konum. En hún sagði að konur væru líka líklegri til að fá brjóstverk við tilfinningalega eða andlega streitu.Góða kólesterólið það mikilvæga fyrir konur Það kom mér svo mikið á óvart þegar Dr. Roberts sagði, ólíkt öllu sem ég hef áður heyrt, að hátt LDL spái minna fyrir um hjartasjúkdóma hjá konum en körlum en að lágt HDL sé það sem best spái fyrir um hjartasjúkdóma kvenna. Þessu er því eiginlega öfugt farið miðað við það sem manni hefur alltaf verið sagt og eru merkilegar fréttir. Þetta snýst ekki allt um vonda kólesterólið eins og hún sagði. Reyndar kannski enn merkilegra, þá sagði hún jafnframt að ekki hefði verið í einni einustu rannsókn sýnt fram á að það minnkaði áhættu kvenna á hjartasjúkdómum eða fækkaði dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma meðal kvenna ef þær fengju kólesteról lækkandi lyf sem fyrirbyggjandi meðferð áður en þær þróuðu með sér hjartasjúkdóma. Það væru einhver merki um fyrirbyggjandi gagnsemi fyrir karla en engin fyrir konur.Niðurstaðan Niðurstaða Dr. Roberts var mjög einföld um hvernig við ættum að bregðast við: Ef þú reykir, hættu þá. Ef þú ert með hátt kólesteról, náðu því þá niður og hækkaðu það góða. Ef þú ert með háan blóðþrýsting, náðu honum þá niður. Ef þú ert með háan blóðsykur, náðu honum þá niður. Ef þú ert þung, náðu vigtinni niður. Gerðu meðal erfiðar líkamsæfingar í 30 mínútur á dag. Borðaðu hollan mat.Heilbrigður lífsstíll Heilbrigður lífsstíll er svarið Það besta sem við getum gert til að sporna gegn hjartasjúkdómum kvenna er heilbrigður lífsstíll. Við höfum valdið í okkar höndum því sama hvað við erfum eða hvaða áhættuþætti við búum við þá er það hegðun okkar sem stjórnar heilsufari okkar. Eins og hún orðaði það „genin hlaða byssuna en það er umhverfið sem tekur í gikkinn“. Við þurfum bara að horfast í augu við áhættuþætti okkar, skoða söguna okkar og hvernig fólki í okkar fjölskyldu hefur reitt af og bregðast við í samhengi við það. Mjöll Jónsdóttir Sálfræðingur og hjartamaki Lestu pistilinn í heild hér (Hjartalíf.is).
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira