Mikil umframeftirspurn í útboði á VÍS hlutum 17. apríl 2013 09:10 Vel heppnuðu almennu útboði á hlutabréfum í Vátryggingafélagi Íslands hf. (VÍS) lauk í gær þar sem tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 150 milljarða króna. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með útboðinu og fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll nú í kjölfar útboðsins, en seljandi hlutanna er Klakki ehf. Í tilkynningu segir að í ljósi eftirspurnar ákvað Klakki að nýta heimild sína til stækkunar útboðsins og nemur því endanleg stærð þess 70% af útgefnum hlutum í VÍS. Söluandvirði útboðsins er 14,3 milljarðar króna. Tilboðum á genginu 7,95-9,20 krónur á hlut var tekið við úthlutun, en endanlegt útboðsgengi í tilboðsbókum A og B er 7,95 krónur á hlut og í tilboðsbók C er meðalgengi 8,52 krónur á hlut. Um 14,55% af útgefnum hlutum VÍS verður úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig í tilboðsbók A fyrir kaupum að andvirði 0,1-50 milljónum króna og hverjum aðila úthlutað hlutabréfum að andvirði um 0,1-1,5 milljónum króna. Um 30,70% af útgefnum hlutum VÍS verður úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig í tilboðsbók B fyrir kaupum að andvirði 50 milljónum króna eða meira og verður hverjum aðila úthlutað sem nemur 5% af gildri áskrift sinni. Fjárfestum sem skráðu sig í tilboðsbók C verður úthlutað 24,75% af útgefnum hlutum VÍS fyrir andvirði um 5,3 milljörðum króna. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga fjárfesta í útboðinu og niðurstaða þess er góð fyrir bæði Klakka og VÍS. Eftir útboðið á Klakki enn hagsmuna að gæta í félaginu og fagnar því að geta boðið tæplega fimm þúsund nýja hluthafa velkomna á þessum tímamótum,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hluti í VÍS geti hafist á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Vel heppnuðu almennu útboði á hlutabréfum í Vátryggingafélagi Íslands hf. (VÍS) lauk í gær þar sem tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 150 milljarða króna. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með útboðinu og fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll nú í kjölfar útboðsins, en seljandi hlutanna er Klakki ehf. Í tilkynningu segir að í ljósi eftirspurnar ákvað Klakki að nýta heimild sína til stækkunar útboðsins og nemur því endanleg stærð þess 70% af útgefnum hlutum í VÍS. Söluandvirði útboðsins er 14,3 milljarðar króna. Tilboðum á genginu 7,95-9,20 krónur á hlut var tekið við úthlutun, en endanlegt útboðsgengi í tilboðsbókum A og B er 7,95 krónur á hlut og í tilboðsbók C er meðalgengi 8,52 krónur á hlut. Um 14,55% af útgefnum hlutum VÍS verður úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig í tilboðsbók A fyrir kaupum að andvirði 0,1-50 milljónum króna og hverjum aðila úthlutað hlutabréfum að andvirði um 0,1-1,5 milljónum króna. Um 30,70% af útgefnum hlutum VÍS verður úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig í tilboðsbók B fyrir kaupum að andvirði 50 milljónum króna eða meira og verður hverjum aðila úthlutað sem nemur 5% af gildri áskrift sinni. Fjárfestum sem skráðu sig í tilboðsbók C verður úthlutað 24,75% af útgefnum hlutum VÍS fyrir andvirði um 5,3 milljörðum króna. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga fjárfesta í útboðinu og niðurstaða þess er góð fyrir bæði Klakka og VÍS. Eftir útboðið á Klakki enn hagsmuna að gæta í félaginu og fagnar því að geta boðið tæplega fimm þúsund nýja hluthafa velkomna á þessum tímamótum,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hluti í VÍS geti hafist á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira