Viðskipti innlent

Barnabílstólar dýrir á Íslandi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Af sextán bílstólum voru tólf tegundir dýrastar á Íslandi.
Af sextán bílstólum voru tólf tegundir dýrastar á Íslandi. Mynd/Getty
Barnabílstólar eru í 75 prósent tilfella dýrari á Íslandi en í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi.

Neytendasamtökin hafa borið saman verð á sextán barnabílstólum hér á landi og í löndunum þremur.

Niðurstaðan er sú að í tólf tilvikum er hæsta verð hér á landi og munar þar í sumum tilvikum miklu.

Hvorki tollar né vörugjald er lagt á barnabílstóla sem framleiddir eru innan Evrópu en 10% tollur er lagður á stóla sem framleiddir eru utan EES-svæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×