Innlent

Talsverður verðmunur á bókum eftir verslunum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Verðmunurinn mældist mest eða 48 prósent milli verslana.
Verðmunurinn mældist mest eða 48 prósent milli verslana. mynd/Anton Brink
Stærstu bókaverslanirnar töldu það ekki þjóna hagsmunum sínum að verðlagseftirlit ASÍ upplýsti neytendur um verð í þeirra verslunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu ASÍ.

Verslanirnar sem vildu ekki láta kanna verð hjá sér eru Eymundsson, Griffill í Skeifunni, Mál og menning á Laugavegi og Iða við Lækjargötu.

Verð var kannað á 75 bókatitlum og verslanirnar Forlagið við Fiskislóð og Bónus á Egilstöðum áttu lægsta verðið í flestum tilfellum eða á 34 titlum.

Oftast var á milli fjórungs og helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði milli verslananna. Sem dæmi um mikinn verðmun á titlum fyrir jólin má nefna að bókin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason kostar 2972 krónur hjá Bónus en 4390 krónur hjá A4. Verðmunurinn er 1415 krónur eða 48 prósent.

Fram kom að mikill munur er á vöruvali milli verslana og bókabúða. Af þeim bókatitlum sem könnunin náði til voru flestir þeirra fáanlegir hjá Forlaginu Fiskislóð eða 71 af 75 og Hagkaup átti til 68. Fæstir bókatitlarnir voru til hjá Krónunni Lindum eða 25 af 75.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×